Uppáhalds í nóvember

Jæja, ég er að hugsa um að gera þetta að föstum liði hér í þessum pistlum mínum.. Uppáhalds í augnablikinu.. og núna eru það vörurnar sem hafa verið mest notaðar í nóvember/desember.

Í engri sérstakri röð..

Varalitur frá MAC sem heitir Faux, hann er akkúrat mátulega bleikur fyrir mig og er mjög fínn bæði hversdags og spari. Varaliturinn kostar 3.490.- og fæst að sjálfsögðu í MAC Smáralind og Kringlunni.MAC-Faux

 

Varalitablýantur frá MAC sem heitir Dervish.. fullkominn með Faux og bara einn og sér líka.. hann er líka fallegur undir varalitinn Modesty og Angel frá MAC. Varalitablýanturinn kostar 2.990.- og fæst í MAC Smáralind og Kringlunni

MAC-Lip-Liner-Dervish

Gamla góða Fix Plúsið.. Love it ! Fæ bara ekki nóg af því og svo er það líka á fáranlega góðu verði í MAC – 3.290.-  fyrir 100 ml ! Fæst í MAC Smáralinda og Kringlunni.

2510684

Og síðast en ekki síst er ég búin að vera voða dugleg að brúnka mig undanfarið og þessi froða er í algjöru uppáhaldi – St. Tropez Express.  Fæst meðal annars í Hagkaup en ég veit ekki verðið.. það er í kringum 7 þúsund ef ég man rétt.

ST-Large-Product-Icons-740x1057px_0006_Express-200ml_allure_glam.1467027329

SHARE