Uppboð hjá Unglist og Tækniskólanum til styrktar Rauða Kross Íslands

Síðustu helgi var haldin tískusýning á vegum nemenda við Tækniskólann í samstarfi við Unglist-Listahátíð Ungs Fólks við góðar undirtektir. Í ár vorum við einnig í samstarfi við Rauða kross Íslands þar sem við fengum hjá þeim flíkur sem við endurbættum og breyttum í nýja flík undir forskriftinni “drasl í demant”.

unglist1

Núna eru þessar flíkur á uppboði þar sem allur ágóðinn rennur óskertur til Rauða krossins á Íslandi.

Uppboðið fer fram innan Facebook og hér getur þú boðið í flíkina sem þig langar í.

Uppboðið fer fram þannig að skrifað er undir myndirnar hversu háa upphæð einstaklingur vill bjóða og þegar uppboði lýkur fær sá sem býður hæst að eiga flíkina. (ef fólk vill vera nafnlaust má að sjálfsögðu bjóða í flík með því að senda bara skilaboð á síðunni) Þessar flíkur eru einstakar á þann hátt að það mun aldrei verða til önnur eins flík, hvergi í heiminum!

unglist2

Uppboðið mun halda áfram eitthvað fram yfir helgi og ekki missa af þessu flotta tækifæri að eignast sérstaka flík sem ekki nokkurn annar á eins.

unglist forsíða unglist3

SHARE