Upplitaðar nærbuxur okkar kvenna

Við höfum flestar, ef ekki allar upplifað það að sjá nærbuxurnar okkar breyta um lit. Við höfum velt því fyrir okkur hvers vegna þetta gerist og hvern maður getur hugsanlega spurt út í þetta.

Við erum ekki einar með þessar vangaveltur samkvæmt færslu frá the Vagina Museum í Englandi. Miðað við hversu vinsæl færslan er, virðast margir hafa velt þessu fyrir sér og við höfum fæstar fengið fræðslu um þetta.

Við færsluna stendur:
Hefurðu tekið eftir að það eru upplitaðir blettir í nærbuxum þínum? ÞAÐ ER EÐLILEGT! PH sýrustig píkunnar er 3,8 – 4,5 og það er nógu súrt til að geta lýst efni og það er það sem er að gerast.

Margar konur hafa deilt þessari færslu og viðurkennt að þær hafi ekki haft hugmynd um það hvers vegna nærbuxur þeirra væru sumar svona og að þær hafi ekki lagt í að spyrja neinn út í þetta.

Vagina Museum segir einnig:
Þetta er ekki merki um óhreinindi, tíðablóð eða útferð. Þetta gerist ef sýrustig píkunnar er eðlilegt og er í snertingu við efnið í ákveðinn tími og þetta sést aðallega í dökku efni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here