Upplýsingar um grænmeti og ávexti sem gætu sparað þér peninga – Pistill frá Valkyrjunni

Nú fer haustið að skella á og við getum ekki verið með uppskeru úti fyrir mikið lengur.

Ég ætla að deila með ykkur nothæfum upplýsingum um grænmeti og ávexti sem geta líka sparað klinkið í buddunni ykkar.

Grænmeti sem vex aftur.

Vorlaukur: þegar þú ert búin/n að skera af vorlauknum, passaðu að hafa rótina ennþá á, skelltu lauknum í vatnsglas og hann fer að skella niður rótum og vaxa aftur, því næst getur þú sett hann í pott með mold og klippt bara af honum þegar þú ert tilbúin/n að nota hann.

Sellerí: Sama gildir um sellerí, þú tekur heilu hvítu rótina undan þegar þú ert búin/n að skera stönglana af og setur hana í vatn, þegar þú sérð ræturnar fara að spíra getur þú sett rótina í pott.

Ginger/Engifer: Taktu rótina sem er innst, þessi feita sem allir angarnir koma út úr og skelltu henni í pott, aður en þu veist af verður hún farin að vaxa.

Romain salat: (Gæti átt við um Iceberg líka) ekki henda rótinni, settu rótina í vatn og láttu hana spíra, plantaðu henni svo í pott með góðri mold.

Kartöflur og sætar kartöflur: Flest okkar kunna þetta ferli nú, láta þær spíra, planta, taka upp. En ekki pældi ég i þessu með sætar kartöflur. Taktu endann sem þú ætlaðir þér að henda, settu toppinn ofan í vatn og láttu spíra áður en þú hendir henni.

Hvítlaukur og hvítur laukur: Plantaðu bara heilum clove af hvítlauk (rótin niður) og hann vex upp sjálfur aftur.

Ávextir sem halda afram að þroskast í eldhúsinu þínu.

Vatnsmelónur (tæknilega séð eiga þær ekki að þroskast áfram en mín reynsla er að ef ég kaupi þær harðar og bragðlausar, en geymi þær a borðinu í nokkra daga, þá verða þær mjúkar og rauðari.

Ferskar döðlur, tómatar (aldrei geyma tómata inní ísskap) avocado, bananar, mangó og epli

Ávextir sem halda ekki áfram að þroskast:

Kirsuber, sítrus (límónur, lime, appelsínur) mjúk ber (hindber, jarðaber) vínber, ananas og granatepli.

SHARE