VÁ! Rúllar upp ÖLLUM útgefnum smellum Beyoncé á 4 mínútum

Skemmtikrafturinn Todrick Hall, sem einhverjir þekkja úr þáttunum American Idol – gerði sér lítið fyrir og setti saman atriði sem spannar ÖLL útgefin lög stórsöngkonunnar á fjórum mínútum. 72 poppsmellir á 4 mínútum og allt flutt af Todrick í stórskemmtilegu myndbandi.

Sjá einnig: Heaven (4) er pínulítil Beyoncé eftirherma og svalasti krakki heims!

Metnaðarfullt framtakið tók heila 4 tíma að taka upp, Todrick er fjórfaldur í myndbandinu en sjálft myndbandið spannar heilar fjórar mínútur, allt frá Me, Myself & I og til Video Phone. Magnað hjá stráknum, sem segir í kynningartexta á YouTube:

Það tók nákvæmlega fjórar heilar tökur að fullkomna samsetninguna; fjögur sett af flutningi texta og dansspora (en myndbandið var tekið upp á á fjögurra klukkutíma skeiði) og spannar nákvæmlega fjórar mínútur að lengd. Lukkutalan hennar Beyoncé er jú talan 4 og það yrði auðvitað alveg frábært ef myndbandið fengi 4 milljónir í áhorf á næstu 4 dögum. Ég er svo spenntur að deila þessu með Beyoncé aðdáendum um allan heim!

Reyndar hefur drengurinn ekki fengið 4 milljónir flettinga enn .. en myndbandið er dásamlegt og flutningurinn frábær.

SHARE