Vaknaði í bleikum blúndunærbuxum eftir ristilspeglun: Kærði málið

32 ára gamall karlmaður sem vaknaði upp af svæfingu eftir ristilspeglun, íklæddur bleikum blúndunærbuxum, hefur nú lagt fram skaðabótakröfu á hendur spítalanum og fer fram á háar bætur.

Andrew Walls, sem sjálfur var starfsmaður Delaware Surgery Center í Dover, Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað, segir að skurðlæknarnir sem framkvæmdu ristilspeglunina, hafi klætt hann í bleikar blúndunærbuxur sem ætlaðar eru konum meðan á svæfingunni stóð. Að hann hafi, sér til skelfingar, vaknað íklæddur fíngerðum kvenmannsnærbuxum eftir svæfinguna.

Í kæruskjölum kemur fram að um „ógeðslegan hrekk” hafi verið að ræða; að Andrew hafi í kjölfarið tekið að glíma við svæsin kvíðaköst og að svo hafi farið að lokum að hinn 32 ára gamli spítalastarfsmaður hafi misst vinnuna og upplifað tekjumissi, andvökunætur og óbærilega vanlíðan í kjölfarið.

Þar segir einnig að „kærandi hafi ekki verið klæddur bleikum blúndunærbuxum þegar hann lagðist á svæfingarbekkinn og að kærandi hafi aldrei; hvorki meðvitað né af ásettu ráði samþykkt að klæðast bleikum blúndunærbuxum sjálfur.”

Atvikið átti sér stað árið 2012 og grundvallast skaðabótakrafan á: „tilfinningalegum skaða sem skurð- og svæfingarlæknar ollu fórnarlambi blúndufatnaðarins með svívirðilegri framkomu sinni meðan á svæfingu og ristilspeglun stóð.”

Af eðli ákærunnar að dæma má ætla að Andrew hafi verið lagður í einelti af vinnufélögum sínum um nokkurt skeið og að ferlið hafi sprungið í andlit skurðlæknanna sem framkvæmdu ekki einungis ristilspeglunina sjálfa heldur níddu samstarfsmann sinn svo óheyrilega undir áhrifum svæfingar.

Forsvarsmenn spítalans og yfirmaður skurðdeildar, Jennifer Anderson, hefur í viðtali við bandaríska fjölmiðla neitað að gefa út opinbera yfirlýsingu vegna málsins. Fjölmargir miðlar vestanhafs hafa ítrekað reynt að ná tali af talsmanni spítalans, en Jennifer lét eftirfarandi falla í viðtali við Delaware Online:

Við fréttum fyrst af málinu í gær.

SHARE