Vantar þig pössun, eða hefur þú áhuga á því að passa ?

Þegar ég var lítil stelpa, já kannski um 13-15 ára þá vorum við vinkonurnar alltaf að passa.
Við pössuðum frænkur og frændur, fyrir hina og þessa í götunni og það fannst okkur bæði gaman og ekki skemmdi fyrir að næla sér í smá pening.
Oft vorum við tvær eða þrjár vinkonur saman að passa saman og það gat verið mjög skemmtilegt að vera í hálfgerðum mömmuleik.

Í dag er ég sjálf orðin móðir og hlutverkið töluvert raunverulegra heldur en þá þó stundum sé það hálf ótrúlegt að hugsa til þess að vera mamma og eiga barn sem kallar á sig mamma.
Mömmur og foreldrar almennt þurfa tíma fyrir sjálfan sig, tíma til þess að fara út úr húsi án barna.
Skreppa í bíó, heimsókn eða kaffihús.
Foreldrar sem eru í sambúð geta auðveldlega skipt svolítið á milli sín hver er heima og hver getur skroppið út.
Það að fá að skreppa út í tvo tíma á viku er allra meina bót.
Fyrir einstæða foreldra getur þetta verið meira mál og því tilvalið að fá góða stelpu til að passa af og til.
En hvar eru 13-15 ára stelpur í dag ?

Ég hef rætt við vinkonur um pössunarpíu en nú til dags finnst mér foreldrar vera oft í miklum vandræðum með þetta, stelpan þarf að hafa virkilegan áhuga á því að passa, ekki aðeins að reyna næla sér í pening þó það sé að sjálfsögðu stór plús.
En nú spyr ég aftur hvar eru stelpur á þessum aldri ?
Eru þær farnar að fara á djammið eða er þessi ,,menning‘‘ að passa ekki lengur þekkt?
Eflaust hafa margir góða pössunarpíu en ég veit um hrikalega marga sem hafa áhuga á því að hafa stúlku sem hægt er að heyra í og biðja um að passa í stutta stund af og til en engar að finna.

Draumurinn væri að hafa góða stúlku í sama hverfi!

Nú hef ég stofnað síðu ,,Pössun á Akureyri‘‘ á facebook en þar geta foreldrar sem hafa áhuga á því að finna manneskju til að passa fyrir sig og einnig þær sem hafa áhuga á að passa skráð sig inná þá síðu.
,,Pössun í Reykjavík‘‘ mun vera stofnuð í framhaldi og vonandi fleiri staðir !
Endilega benda bæði stelpum sem hafa áhuga á því að passa og foreldrum á þessa síðu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here