Var að búa til slím og brenndist hrikalega

Lítil 11 ára gömul stúlka í Massachusetts, sem heitir Kathleen Quinn, var að búa til sitt eigið slím, eins og svo margir krakkar eru að bauka við þessa dagana. Myndbönd um hitt og þetta og hvernig á að gera allskonar skemmtilegheit ganga um netið og mörg börn horfa alveg dáleidd á þau tímunum saman.

 

Þetta endaði hinsvegar ekki vel hjá Kathleen því hún var í gistingu hjá vinkonu sinni þegar þær ákváðu, eins og fyrr segir, að búa til slím. Daginn eftir vaknað Kathleen við ólýsanlegan sársauka í höndunum.  Þegar hún kom heim til móður sinnar voru hendur hennar alsettar blöðrum. „Þetta var heitt og mig sveið í hendurnar,“ sagði Kathleen.

lvslime28n

Þegar hún var komin á spítalann var hún komin með annars og þriðja stigs bruna á höndunum. Ástæðan fyrir brunanum töldu læknarnir vera að hún hefði verið í of mikilli beinni snertingu við hreinsiefnið Borax, sem stúlkurnar notuðu til að búa til slímið.

Það eru eflaust margir íslenskir foreldrar að horfa upp á krakkana sína gera allskyns tilraunir í eldhúsinu heima. Auðvitað er allt í lagi að krakkar geri eitthvað þessu líkt en það er um að gera að hafa auga með því hvað þau eru að nota og hvernig. Oftar en ekki eru sápur í sumum tilraununum og þær geta verið mjög sterkar.

 

SHARE