Var neyddur til þess að velja á milli barnsins síns og konunnar sinnar

Samuel Forrest lenti í stöðu sem fæstir munu lenda í á lífsleiðinni, en hann þurfti að velja á milli þess að halda nýfæddu barni sínu eða konunni sinni.

Konan hans Samuel, Ruzan Badalyan, fæddi strák þeirra hjóna í síðasta mánuði en þegar Leo litli kom í heiminn kom í ljós að hann var með Downs-heilkenni. Það skipti Samuel hins vegar engu máli, hann var fullkominn í hans augum.

Ruzan var ekki á sama máli en hún gaf Samuel tvo kosti. Það var annnað hvort hún eða nýfæddur sonur þeirra. Hún tjáði honum að hún myndi sækja um skilnað ef hann héldi syninum.

Leo fæddist í Armeníu og þar tíðkast ekki að fólk haldi börnum sem fæðast með Downs-heilkennið. Og tilkynnti Ruzan strax að hún vildi ekki halda Leo. Hafði hún meira að segja samið um að Leo yrði sendur á barnaheimili, allt án þess að Samuel hefði nokkra vitneskju um málið. Eins og gefur að skilja var Samuel ekki á eitt sáttur með þess ákvörðun hennar og hefur nú sett á stofn síðuna Bring Leo Home, til þess að safna fyrir ferðinni til heimalands Samuel, Nýja Sjálands.

Þegar fréttastofan ABC hafði samband við Ruzan staðfesti hún að hafa eignast barn með Downs-heilkenni og að hún hefði yfirgefið eiginmann sinn en hún vildi ekki tjá sig meira.

Samuel hefur nú safnað rúmlega 54 milljónum íslenskra króna sem fara í það að gefa Leo gott heimili í Auckland á Nýja Sjálandi. Eins til þess að veita honum betri möguleika þegar kemur að menntun. Samuel mun svo gefa eitthvað af sjóðnum til barnaheimilis í Armeníu, sem tekur við börnum með Downs-heilkenni og hafa verið yfirgefin af foreldrum sínum.

HT_samuel_forrest_2_sk_150205_4x3_992

HT_samuel_forrest_3_sk_150205_v16x9_16x9_992

Tengdar greinar:

Viðbjóður: Yfirgáfu nýfæddan dreng með Downs heilkenni og hurfu með heilbrigða tvíburasystur hans

Unglingur með Downs heilkenni kemst inn í háskóla – Myndband

Hún gengur með barn með Downs heilkenni – Myndband

 

SHARE