Var þér dömpað? 9 atriði sem þú ættir að forðast í ástarsorg.

Flest höfum við lent í ástarsorg, flestum hefur einhverntímann verið dömpað & auðvitað finnst öllum það erfitt. Algengt er að heyra fólk í ástarsorg tala um að það muni aldrei “finna neinn annan sem þeir elska jafn mikið” eða eitthvað í þá áttina, en það er eitthvað sem allir hugsa fyrstu vikurnar, það er ekki eitthvað sem er raunveruleiki & það er ástæða fyrir því að sambönd enda (ég vil amk trúa því)
Hér eru nokkur atriði sem flestir hafa pælt í að gera eftir að hafa verið dömpað en eru algjört nei nei nei.

#1 EKKI senda honum/henni endalaus skilaboð!
Þig langar stöðugt að hafa samband við þinn (þína) fyrrverandi, þegar þú ert leið(ur), ert að hlusta á lagið “ykkar” eða eitthvað álíka væmið, og sérstaklega þegar þú ert drukkin(n). Þetta er líklega það versta sem þú getur gert. Ekki gera neitt til að komast í samband við þinn(þína) fyrrverandi nema þú rekist á hann (hana) af tilviljun. Það gerir ekkert annað en að fokka í þér.. þú átt þá enn erfiðara með að komast yfir viðkomandi.

Ef þú stendur þig að því að vera að skrifa þínum (þinni) fyrrverandi langa tölvupósta skaltu bara gera það en þú skalt alls ekki senda þá. Geymdu uppkastið a.m.k. yfir nóttina. Þegar þú svo vaknar um morguninn áttar þú þig á að þú varst bara illa fyrir kölluð (kallaður) og  vilt alls ekki senda póstinn. Af því að þú beiðst nokkra stund styrktist þú í ákvörðun þinni varðandi fyrrverandi makann.  Það sama gildir um símhringingar, láttu þær eiga sig!

Ef þú færð alveg óstjórnlega löngun til að hringja í þinn (þína) fyrrverandi skaltu ekki banna þér það. Frekar skaltu segja við sjálfa(n) þig að þú hringir í fyrramálið ef þig langar það enn þegar þú vaknar. Hvert skipti sem þú  lætur símann eiga sig og sendir ekki heldur tölvupóstinn verður þú öruggari um að þú sért að jafna þig á þínum (þinni) fyrrverandi og getur haldið áfram þinn veg. (Lesist: að komast yfir þá niðurlægjandi og grimmu reynslu að fá ekki ást sína endurgoldna).

#2 Taktu á fíkninni.

Þinn (þín)fyrrverandi er fíkn rétt eins og öll önnur lífshættuleg fíkn í þessum heimi. Og það versta í þessu máli er að maður getur ekki hætt smám saman. Þú átt engra kosta völ, þú verður einfaldlega að loka á sambandið og forðast öll tengsl. Það verður sárt og þér mun líða hræðilega illa en þér fer smám saman að líða betur með hverjum deginum sem líður.

Þú skalt umgangast  þinn (þína) fyrrverandi eins og vonda fíkn og læra að takast á við slitin. Það gerir málið auðveldara ef þér lærist að líta á þinn(þína) fyrrverandi eins og hvað annað sem er þér óhollt.

#3 Fávitinn fyrrverandi.

Við skulum bara horfast í augu við málið eins og það er.  Ef kærasti þinn eða kærasta láta þig róa eru þau illmenni *að minnsta kosti að þínu áliti*. Ef þinn(þín) fyrrverandi sýnir þér ókurteisi þegar þú reynir að tala við hann(hana) eða svarar ekki öllum skilaboðunum sem þú sendir honum/henni, finnst þér líklega fyrrverandi vera algjört illmenni og fáviti. Staðreyndin er samt sú að þó að þinn fyrrverandi hafi ekki viljað samband með þér lengur þarf það ekki endilega að vera að hann/hún sé eitthvað slæm.

Fyrrverandi elskar þig ekki lengur og það er langbest að átta sig á því strax. Auðvitað gæti fólk verið notalegra og sýnt svolítinn skilning. En maður getur ekki ætlast til að allir (allar) fyrrverandi haldi í höndina á manni og hjálpi manni að finna góða leið. Auðvitað hafa einhverjir lent í erfiðum fyrrverandi sem reyni allt sem þeir geta til að koma fætinum fyrir þig, en það er eiginlega bara vinningur fyrir þig, af hverju? það gerir þér bara auðveldara fyrir að komast yfir manneskjuna

#4 Farðu yfir samband ykkar.

Þegar þú situr ein(n) og starir á vegginn eða á tómt rauðvínsglas skaltu fara yfir samband ykkar í huganum. Taktu út mistökin og gallana í sambandi ykkar og reyndu að gera þér grein fyrir hvar það fór að brotna.

En mundu eftir að skoða mistökin. Ástarævintýrinu er lokið. Það er mikið til í því að “fjarlægðin geri fjöllin blá” vegna þess að þannig er það oft, þú gætir verið algjörlega blind(ur) á gallana sem voru í sambandinu og einungis hugsað um góða tíma og saknað þeirra, líklega voru fleiri vondir tímar en góðir og það er mikilvægt að gleyma því ekki. Þú þarft endilega að finna út hvað fór úrskeiðis og hvernig maki þinn særði þig. Reyndirðu of mikið að þóknast honum(henni), varstu óörugg(ur), krefjandi eða bara of upptekin(n) af sjáfri(sjálfum) þér) Og hvað viðvíkur þínum (þinni ) fyrrverandi ættirðu að reyna að gera þér grein fyrir hverjir voru helstu  gallarnir svo að þú verðir ekki ástfangin(n) aftur af manneskju með þessa sömu galla.

#5 Vertu ekki að leggja að sjálfri (sjálfum) þér.

Þú skalt ekki vera að reyna að telja þér trú um að þú sért búin(n) að jafna þig á þínum(þinni) fyrrverandi. Gefðu sjálfri(sjálfum) þér dálítið rými.Reyndu eins og þú getur að hafa eitthvað fyrir stafni en vertu ekki að reyna að neyða þig til að gleyma þínum (þinni) fyrrverandi. Það getur vel verið að þér takist vel að bæla hugsanir þínar en þær skjótast alltaf öðru hvoru upp á yfirborðið og særa þig þá.

#6 Láttu þér bara líða illa

Leyfðu þér að líða alveg ömurlega. Það er bara eðlilegt en passaðu þig bara að leyfa þér ekki að detta í þunglyndi vikum saman, lífið heldur áfram, lífið VERÐUR að halda áfram og það mun koma að því að þú kemst yfir fyrrverandi, LOFA! einhverntímann munt þú líta til baka og hugsa “hvað var ég eiginleg að spá? að láta mér líða svona illa útaf þessari manneskju” tíminn er þinn besti vinur í þessum aðstæðum og sárin gróa með tímanum.

#7 Hættu að spá í því vonda sem þú villt að komir fyrir þann sem særði þig.

Það eru tvær gerðir af hugarórum eftir sambandsslit.
#1: Ég vildi óska að við næðum saman aftur.
#2: Ég skal ná mér niðri á þér.

Taktu aðra stefnu. Þú skalt ákveða að nota orku þína til jákvæðra athafna, stefndu á það dag einn að gera eitthvað stórbrotið við ævi þína. Og hugsaðu þér  að þú rekst þá á þinn(þína) fyrrverandi. Þetta er ekki alveg raunhæft en hjálpar manni í stöðunni. Og líklegast  gleymir maður  þessum hugrenningum að nokkrum tíma liðnum. Einnig er þetta bara góð hvatning fyrir þig, þú ferð þá að eyða orku þinni í að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir þig sjálfa/n en ekki að hugsa illa til manneskjunnar sem særði þig, það gerir ekkert gagn.

#8 Hlæðu nú eins og hafðu gaman!

Fyrstu vikurnar skaltu ekki vera að reyna að sannfæra þig um að nú sért þú sælli manneskja. Veltu þér bara upp úr sjálfsmeðaumkun og þunglyndi. En þegar þú tekur við þér einn fagran dag – eftir nokkrar vikur- skaltu hlæja!! Finndu fyrir hamingjunni innra með þér. Áttaðu þig á hvað  þér líður  orðið vel. Þetta tekur allt dálítinn tima en þú finnur hamingjuna þegar þú er tilbúin(n). Hlustaðu á góða tónlist, dekraðu við þig, farðu út á meðal fólks og eyddu tíma með þeim sem veita þér ánægju, það besta sem þú getur gert er að vera aktíf/ur, því aktífari sem þú ert því fljótari ertu að ná þér á strik aftur. Stundum hefur maður líka gott af því að rífa sig upp úr þunglyndinu og skella sér út, brosa þó mann langi ekkert mikið til þess, allt betra en að vera í volæði, einn heima hjá sér.

#9 EKKI leyfa forvitninni að ráða!

Reglan um ekkert samband er mjög mikilvæg. Þú getur farið eftir öllum  þáttunum sem eru taldir hér en ef þú gerir vitleysu í þessu máli ferðu um leið  á byrjunarreit. Hefurðu nokkurn tíma kíkt á fésbók þíns (þinnar) fyrrverandi bara til að *sjá hvað er í gangi*?

Þú spáir ekki mikið í þetta eftir fyrsta skiptið en smám saman ferðu að fara daglega og oft á dag inn á fésbók þíns (þinna) fyrrverandi og það rennur upp fyrir þér að þú ert altekin(n) af löngun  að fylgjast algjörlega með þinum(þinni) fyrrverandi. Það er erfitt að losna úr þessum vef. Forðastu að lenda þar. Ekki vera í þessu sambandi og vertu heldur ekki að afla þér þessara upplýsinga. Ekkert samband virkar best!!

 

Heimurinn ferst ekki þótt maður verði fyrir hjartasorg. Stundum verður ekki komist hjá sambandsslitum hversu mjög sem maður reynir að forðast þau. Það sem þú tekur þér fyrir hendur og það sem þú gerir til að taka á sambandsslitunum gerir  gæfumuninn.  Sumir sigla  gegnum sambandsslit, aðrir missa kjarkinn og telja að hamingjan muni aldrei framar brosa við þeim, aldrei detta í þá gryfju að hugsa þannig. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here