Varúð – ég er með stóran maga, slit & feit læri!

Þessi hugrakka unga kona birti þessa mynd af sér á facebook síðu sinni og skrifaði eftirfarandi texta undir.

“Viðvörun: Fólki gæti fundist þessi mynd dónaleg af því að hún er ekki af grannri manneskju. Og við vitum að það er bara granna fólkið sem má sýna á sér kviðinn og gleðjast yfir sjálfu sér. Ég tek einfaldlega ekki þátt í svoleiðis löguðu. Þetta er líkami minn. Ekki þinn. MINN. Og það þýðir að þig varðar andskotans ekkert um hvað ég ákveð að gera með hann.

 

Ef þér finnst ógeð að sjá ógnarstóran belginn á mér, feita handleggina, slitið  og stór lærin skiptir það mig engu máli. Ég ætla ekki að fara að fela líkama minn og mitt innra sjálf til að hjálpa upp á  ofurviðkvæmni þína.

 

Þessi mynd er handa furðulega manninum í kirkju barnfóstru minnar sem sagði mér þegar ég var 5 ára að ég væri með of stóran maga.

 

Þessi mynd er handa reiðkennaranum mínum sem sagði mér þegar ég var 9 ára að ég væri of  feit.

 

Þessi mynd er handa stelpunni í sumarbúðunum sem fræddi mig um að ég myndi vera reglulega sæt ef ég léttist bara um nokkur pund.

 

Þessi mynd er handa öllum þeim örlagaösnum sem eru að auglýsa og selja okkur krem sem eiga að losa okkur við slit sem er fullkomlega eðlilegt að flestir hafi. (Ég fór að fá slit á unglingsárunum).

 

Þessi mynd er handa stráknum  í partýinu sem sagði að ég væri eins og landrekinn hvalur.

 

Þessi mynd er handa Emily sem lagði mig látlaust í einelti allt frá því ég var í grunnskóla. Hún bjó til myndbönd um mig sem gerðu lítið úr mér, sendi mér andstyggilega pósta og kallaði mig „flotið“. Við þessa hanteringu hennar fannst mér að ég æti ekki skilið að vera lifandi. Og það var bara af því að ég var meiri um mig en hún. Ég var 12 ára. Hún hélt ofsóknunum áfram upp í miðskóla og notfærði sér netið til þess.

 

Þessi mynd er FYRST OG FREMST  fyrir mig. Fyrir stúlkuna sem var svo ósátt við líkama sinn að hún fór út á ystu nöf til að reyna að breyta honum. Stúlkuna sem grét klukkustundum saman af því að hún gæti aldrei orðið grönn. Stúlkuna sem var strítt, kvalin og særð fyrir það eitt að vera sú sem hún var. “

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here