Karlmenn nota líka afsakanir til að stunda ekki kynlíf

Í nýlegri rannsókn sem gerð var í Bretlandi kom fram að breskir karlmenn væru almennt of þreyttir til að stunda kynlíf. Tveir þriðju karlanna sögðu við maka sína að þeir væru of þreyttir til að stunda kynlíf

Um það bil helmingur karlanna sagði að sig „langaði einfaldlega ekki“ og fimmti hver notaði viðtekna skýringu kvenna á áhugaleysi og sögðust vera með höfuðverk.

 

Aðrar afsakanir eða skýringar voru að gæludýrin sem væru að kíkja á þau trufluðu sig eða hann ætlaði að horfa svolítið lengur á sjónvarpið.

Einhverjir kenndu líka veðrinu um. Það væri svo leiðinlegt að það drægi úr manni allan kraft.

Fagmenn á þessu sviði telja sumir að hér geti verið um líkamlegan vanda að ræða, mennirnir fái einfaldlega ekki lengur standpínu og sögðu margir frá því að þeir fengju aldrei „núorðið“ standpínu.

 

Í athugun sem gerð var á þessu vandamáli karla kom í ljós að fáar konur gerðu sér grein fyrir þessum vanda eiginmannanna.

Breski læknirinn Tom Brett sem hefur í fræðigreinum fjallað um þennan vanda segir að þetta geti komið fyrir  alla karla á hvað aldri sem er og þurfi það alls ekki að þýða að „öllu sé lokið“. Ýmisleg geti valdið þessu og sé það raunar algengara en fólk geri sér grein fyrir. Stundum sé einhver undirliggjandi sjúkdómur eins og sykursýki eða hjartveiki ásæðan fyrir því að menn fái ekki standpínu og er því full ástæða til að ráðfæra sig við lækni ef þessi er staðan.

Nokkar tölur úr nefndri athugun. 

60 % karla sögðust of þreyttir fyrir  sex.

47 %  hafa sagt  maka sínum að þá „bara langi ekki“.

20 % hafa sagst vera með höfuðverk.

7  % sögðust aldrei fá standpínu.

Það voru ekki nema 16% kvennanna sem áttuðu sig á því að eiginmenn þeirra hefðu standpínuvandamál.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here