Ógeðfellt myndband sem móðir nokkur hlóð inn á YouTube og sýnir höfuð ungrar stúlku alþakið lúsum, varpar einnig skelfilegu ljósi á hvað gerist ef ekkert er að gert við lúsasmiti.
Á myndbandinu sést kona kemba hár barnsins en milljónir lúsa hafa gert sér hreiður í hársverðinum og er talið að litla stúlkan hafi verið þjökuð af höfuðlús svo mánuðum skiptir.
Sérfræðingar segja að lúsasmit geti orðið svo alvarleg að lýsnar geri hreiður í hársverði hýslana, en vara jafnframt við að ekki öll lúsasmit valdi kláða í hársverði svo margir geri sér enga grein fyrir smitinu – jafnvel um langa hríð.
Í jafn svæsnum tilfellum og þessu sem má sjá hér að neðan getur hársvörðurinn orðið svo sýktur að hárið límist saman og er þá ekki hægt að renna bursta í gegn.
Dr. Alejandra Perotti, sem starfar hjá University of Readings School of Biological Sciences, staðfesti í viðtali við breska miðilinn Daily Mail eftir að hafa horft á myndbandið, að um höfuðlús væri að ræða en sagðist einnig sleginn að sjá magnið af óværunni í hári og höfuðleðri barnsins.
Hún sagði einnig:
Óværan er afar útbreidd í Bretlandi og á meginlandi Evrópu en er nær óþekkt í þessu gífurlega magni. Ég vinn við réttarmeinafræði og get staðhæft að þetta magn lúsa í hársverði og hári finnst mestmegnis í hári barna sem eru alvarlega vanrækt eða eldra fólki, nú, eða heimilislausu fólki.
Höfuðlýs eru afar smáar að gerð og lifa einvörðungu í mannshárum, en geta orðið jafn stórar og sesamfræ. Í vægari tilfellum, eða áður en lúsin hefur náð að gera sér bólfestu eins og í tilfelli litlu stúlkunnar er oftlega nóg að nota lúsasjampó og kemba hárið vandlega, en þegar sýkingin er komin á þetta stig þarf að klippa hárið mjög stutt svo kvenlýsnar nái ekki að verpa eggjum.
Þó er nitið eftir og getur tekur langan tíma að losna við lúsina að fullu og öllu þar sem eggin klekjast út jafnt og þétt og sitja mörg eftir, þó meðferð sé hafin.
Alejandra segir ennfremur:
Jafnvel þó að barnið verði meðhöndlað mun lúsin halda áfram að skjóta upp kollinum næsta árið, meðan gömlu nitin eru að klekjast út í hársverðinum. Þá getur þurft að grípa til sýklalyfja, en sú aðferð er ekki mikið notuð þegar meðhöndla á lúsasmit. En sýklalyfin geta verið mjög áhrifarík, þar sem lýsnar bera bakteríuflóru innra með sér sem þær geta ekki lifað án. Þegar hýsillinn er meðhöndlaður með sýklalyfjum deyja flestar lýsnar með öllu, því lyfin drepa hina lífsnauðsynlegu bakteríuflóru sem sníkjudýrin bera og þá efnaárás lifa þau ekki af.
Hér fer viðbjóðslegt myndbandið sem sýnir vesalings barnið og áhyggjufulla konuna sem kembir hárið.
Viðkvæmir eru beðnir að gæta fyllstu varúðar við áhorfið:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.