VASAKLÚTAVINK: Skotheld leið til að svæfa ungabarn á 40 sekúndum

Svefnvana nætur, ofvirk börn – úrvinda foreldrar. Kannast einhver við stöðuna? Allir foreldrar, ekki satt? Sjálf hef ég eytt nær óteljandi andvökunóttum með sprellandi frískt barn i fanginu. Með rauðsprungin augu – skjálfandi á fótum – meðan sonur minn, glaðhlakkanlegur á svip hefur hjalað í vöggunni.

Sjá einnig: Fimm frábærar Android viðbætur fyrir svefnvana foreldra

Eftir á að hyggja skil ég eiginlega ekki hvers vegna mér hefur aldrei dottið til hugar að svæfa barnið mitt á þessa vegu. Kannski myndbandið hér að neðan sé vel dulbúin auglýsing fyrir eitthvað ilmklútafyrirtækið – innantómt loforð sem hljóðar upp á tryggan nætursvefn ef bara foreldrarnir kaupa rándýra vasaklúta og dúmpa framan í andlit barna sinna.

Sjá einnig: Svefn ungbarna – Erfðir ráða mestu um hvort ungbörn sofi alla nóttina

En kannski, bara kannski – er um heimatilbúið ráð að ræða – hugvitsama uppfinningu örþreyttrar móður sem með blíðu og lagni einni saman, tók upp á því að sveifla drifhvítum vasaklút – örþunnum og léttum (sennilega angandi af vanillu og kamillu í ofanálag) yfir andlit barns. Í þeim tilgangi að fá barnið til að sofna.

Hefur þú reynslu af vasaklútabragðinu? Láttu okkur vita!

SHARE