Svefn ungbarna – Erfðir ráða mestu um hvort ungbörn sofi alla nóttina

Rannsóknir á svefnvenjum ungbarna leiða í ljós að..

 

  • Genin- erfðaþættirnir ráða mestu um hvort ungbörn sofa alla nóttina en ýmislegt í umhverfinu ræður meiru um hvernig gengur með eftirmiðdagslúrinn. 
  • Álitið er að rétti aldurinn til að fara að gera eitthvað í svefnmálunum sé þegar krakkarnir eru um 18 mán. gamlir.  

 

Í júníhefti tímaritsins Pediatrics er greint frá rannsókn sem var gerð í Montplaisir í Kanada á 995 tvíburum. Markmið rannsóknarinnar var að afla vitneskju um hvað ræður mismunandi svefnmynstri ungabarna. Rannsakendur telja að erfðir ráði u.þ.b. helmingi um það hvernig gengur með svefn barna á nóttunni meðan þau eru á aldrinum 6 mán-2ja ára.

Þegar þau voru um 18 mán. var farið að skoða venjur og siði í fjölskyldunni og töldu menn að gildi þátta þaðan væri um 48%. Umhverfisþættir, ýmis konar höfðu allt að 80% áhrif á eftirmiðdagslúr tveggja ára barna

Mælt er með að umhverfið sé haft hagstætt fyrir barnið, ekki bjart þar sem það er að hvíla sig, það hafi sitt eigið svefnpláss og að önnur börn séu ekki að trufla það.

Auðvitað hafa öll börn ekki sömu svefnvenjur þó í sömu fjölskyldu séu. Það sama á einfaldlega ekki við um alla. Einnig verður að gæta þess að greina á milli yngri og eldri barna.

Eins og málið snýr að fullorðnu fólki virðist umhverfið skipta mestu um hve lengi fólk sefur. Þar virðast erfðir vera innan við 45%.

Stálpuð börn og táningar virðast fylga mynstri fullorðna fólksins.

Í rannsókninni  í Montplaisir sem stóð yfir í 3 ár gáfu mæðurnar skýrslu um svefn tvíburanna þegar þeir voru 6, 18, 30, og 48 mánaða. Þær komu í viðal vegna fyrra barnsins og svo voru 2 vikur látnar líða og þá var tekið viðtal vegna seinna barnsins. Var þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að skýrslurnar yrðu samhljóma.

Mismunurinn á lengd lúranna virtist vera 47% hjá 6 mán börnunum, 58% þegar þau voru 2 ½ árs og 54%  þegar þau voru 4 ára.   Í ljós kom að svefninn var ekki jafn vær og foreldrarnir héldu að hann væri. Sjónvarpsupptökur af börnunum sýndu að jafnvel þau sem „sváfu best“  vöknuðu að meðaltali þrisvar á nóttu.

Hvað varðar eftirmiðdagslúrinn virtist umhverfi tvíburanna ráða mestu um breytingar á svefnmynstri þegar þau urðu eldri. Við tveggja ára aldurinn fór lúrinn smám saman að styttast og fygldu flest börnin sama mynstrinu þar.

Svefnþjálfurnaraðgerðir eins og að láta barnið gráta þar til það sofnar hafa verið mikið gagnrýndar og þessi rannsókn styður þá hugmynd að svoleiðis aðferðir séu ekki góðar. Við birtum grein um þá aðferð að láta börnin gráta þar til þau verða blá, hér.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here