Vatnsberinn í sumar: “Sjálfstæður og uppátækjasamur í eðli sínu”

Vatnsberinn er konungur rökhyggjunnar og metur frelsi sitt sem einstaklings afar mikið. Þá er Vatnsberinn sjálfstæður og uppátækjasamur í eðli sínu og nýtur þess til fullnustu að útfæra og framkvæma alla skapaða hluti á sinn einstaka hátt. Fantasíur og hlutverkaleikir eru Vatnsberanum vel að skapi og hann lifir ríku innra lífi; býr yfir nær takmarkalausu hugarflugi. Þó Vatnsberinn beri takmarkalausa elsku til mannkynsins í heild sinni, á fólk fætt í þessu stjörnumerki þó oft erfiðara með nándina sem myndast milli tveggja einstaklinga og upplifir sig oft utanborðs í innilegum samskiptum. Ástin er Vatnsberanum hulin ráðgáta og þó Vatnsberanum líki sú hugmynd vel að allir eigi sér sálufélaga á hann oft erfitt með að falla að sjálfu hlutverkinu þegar á reynir.

Ástin kann að banka varlega upp á hjá Vatnsberanum, sem fer íhugull inn í nýja tíma með hækkandi sól.

Vatnsberanum fellur þó vel í geð að eiga einhvern að sem á vel við hann sjálfan, einhvern sem sveipar lífið ákveðinni fullkomnun. Þar af leiðandi kemur Vatnsberanum oft leiðinlega á óvart að lífið og tilveran skuli ekki vera eins og ástarsögurnar í bókahillunni gefa svo fögur loforð um. En Vatnsberanum stendur þó kæruleysislega á sama þegar upp er staðið, því þegar Vatnsberinn verður á annað borð ástfanginn, skipta fáeinir gallar engu máli. Þegar Vatnsberinn hefur á annað borð tekið tilfinningalega ákvörðun í einkalífinu, reynist hann tryggur og traustur maki.

Farðu varlega þegar ný kynni eru annars vegar, kæri Vatnsberi og stígðu mjúklega til jarðar. Hafðu hugfast að Róm var ekki byggð á einum degi og að vel skal vanda til fyrstu kynna.

Þó árið hafi byrjað brösulega hjá hinum klassíska Vatnsbera er betri tíma að vænta í byrjun sumars. Ástin kann að banka varlega upp á hjá Vatnsberanum, sem fer íhugull inn í nýja tíma með hækkandi sól. Farðu varlega þegar ný kynni eru annars vegar, kæri Vatnsberi og stígðu mjúklega til jarðar. Hafðu hugfast að Róm var ekki byggð á einum degi og að vel skal vanda til fyrstu kynna. Bestu samböndin eru þau sem byggð eru á traustri vináttu og njóttu umfram allt sólarinnar sem allt vermir.

Sumarið reynist Vatnsberanum ekki hagstætt á sviði fjárfestinga og allt eins líklegt að tilraunir til kjarakaupa verði til þess að þú kastir krónunni og sparir aurinn.

Gakktu hægt um gleðinnar dyr og haltu fast um peningaveskið, kæri Vatnsberi. Sumarið reynist Vatnsberanum ekki hagstætt á sviði fjárfestinga og allt eins líklegt að tilraunir til kjarakaupa verði til þess að þú kastir krónunni og sparir aurinn. Vertu á verði fyrir vafasömul gylliboðum og haltu þér við þær aðferðir sem þú kannt og þekkir. Þinn tími mun sannarlega koma. Keyptu þér frekar litríka flík, fáðu þér freistandi kaffibolla og hlæðu upp í vindinn. Sumarið líður svo fljótt, nýttu hverja sólarglætu og kastaðu þér út í félagslífið fremur en að leita eftir hagstæðum tilboðum á sviði fjárfestinga.

Staða stjarnanna er nokkuð flókin sem stendur og þess vegna væri þér heillavænlegast að leyfa þér að njóta allra litlu gleðistundanna í hversdagslífinu í stað þess að stefna á einhver innantóm stórvirki.

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta hvað mestu máli, kæri Vatnsberi. Staða stjarnanna er nokkuð flókin sem stendur og þess vegna væri þér heillavænlegast að leyfa þér að njóta allra litlu gleðistundanna í hversdagslífinu í stað þess að stefna á einhver innantóm stórvirki. Fröken litla Lukka hefur síður en svo gleymt þér. Og hún bankar upp á þegar þú átt síst von á. Brostu því framan í heiminn og heimurinn mun brosa framan í þig. 

Skoða önnur merki HÉR

SHARE