Vatnsdeigsbollur – Uppskrift

Vatnsdeigsbollur

4 dl vatn
160 g smjörlíki
250 g hveiti
1/4 tsk lyftiduft
5 egg ef mótaðar með skeið,6 egg ef notuð er rjómasprauta.

Setja vatn og smjörlíki í pott og láta suðuna koma upp.
Blanda saman hveiti og lyftidufti, bæta því síðan í pottinn og hrærið hraustlega í með sleif þar til myndast hefur slétt og samfellt deig sem sleppir pottinum. Takið af hitanum og kælið aðeins. Hrærið síðan eggjunum saman við einu í einu,hrærið vel á milli. Setjið með skeið á bökunarplötu,1 msk í hverja bollu.

Bakið í ofni í 30-35 mín.við 210°c(200°c í blástursofni.) Varist að opna ofninn fyrr en vel er liðið á baksturstímann.

Karamelluglassúr er orðin mjög vinsæll á bollur og set ég uppskrift af honum hér líka  Njótið dagsins

Karamelluglassúr
200 g smjör
200 g púðursykur
2 dl rjómi
3 tsk vanilludropar
2-3 dl flórsykur
Sjóðið saman smjör, púðursykur, rjóma og vanilludropa.
Látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur og kælið aðeins.
Hrærið flórsykri saman við, byrjið á 1 dl og bætið svo við þar til glassúrinn er orðinn hæfilega þykkur.
Smyrjið glassúrnum á bolluna

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here