Vefja með ferskjum og sósu úr hunangi og límónu – Uppskrift

Betra gerist það varla! 

Fyrir 4

Efni:

Sósan

 • 1/4 bolli majónes
 • 1 msk hunang
 • 1 lítil límóna, börkur rifinn og safinn kreistur úr henni
 • salt og pipar eftir smekk

Í vefjurnar

 • 4 stórar skeljar eða kökur í vefjur
 • 2 stórar ferskjur, sneiddar
 • 1 avókadó, sneidd
 • 1 bolli spínat, saxað
 • 1/4 bolli furuhnetur

Aðferð:

 1. Látið allt efnið í sósuna í skál, blandið vel og kælið þar til á að nota hana.
 2. Berið sósuna á kökurnar (eða skeljarnar) og látið svo ferskjur og lárperur á kökurnar (eða skeljarnar). Dreifð furuhnetum yfir og rúllið kökunum upp (sjá mynd). Ef rúllurnar eru útbúnar áður en á að bera þær fram er rétt að geyma þær í ísskáp.

 

SHARE