„Vegan mataræði eyðilagði heilsu mína“

Snemma á seinasta ári tók Virpi Mikkonen eftir útbrotum á andliti sínu. Hún var með fleiri einkenni eins og stökkar neglur, þyngsli og viðvarandi flensueinkenni. Það sem olli henni mestu hugarangri var að blæðingar hennar hættu.

Það kom í ljós að þegar hún fór í blóðprufu að hormónaframleiðsla hennar var í algjöru rugli og var byrjuð að hafa tíðahvörf. Hún var komin með regluleg hitakóf, aðeins 37 ára gömul.

 Í samtali við Daily Mail sagði Virpi:

Ég skildi ekki hvað var að mér. Ég var heilbrigð og stundaði líkamsrækt og var orðin mjög hrædd.

Virpi taldi sig vera á besta mögulega mataræðinu. Hún borðaði ekki glúten, mjólkurvörur, kjöt, korn eða sykur. Það sem meira er, þá hafði hún skapað sér starfsframa í kringum mataræði sitt við að hjálpa öðrum og hvetja þá til að borða eins og hún. 

Virpi hefur gefið út 4 uppskriftabækur með allskyns vegan uppskriftum og er með 164.500 fylgjendur á Instagram. Hún býr í Finnlandi en skrifar bækur sínar á ensku.

Þetta mataræði var samt að gera Virpi veika. Hún leitaði til sérfræðings í kínverskum lækningum. Hann sagði henni að hætta að borða svona mikinn hráan mat en hún borðaði mestmegnis salat, djúsa og þeytinga. Til að mynda borðaði hún djús í morgunmat, sem  gerður var úr sellerí, gúrku, fennel og steinselju. Hádegismaturinn var svo gjarnan salat með spínati, gúrku, fennel og kjúklingafræjum, með sólblóma-, graskers- og sesamfræjum.

Sérfræðingurinn sagði að ég yrði að elda matinn minn og sagði að hún YRÐI að fara að borga dýraafurðir, daglega.

Virpi hafði ekki borðað kjöt í 15 ár, nema bara þegar hún gekk með dóttur sína. Eftir að hún hætti að vera vegan, segist hún hafa náð heilsu sinni aftur.

Mér leið eins og ég væri algjörlega bensínlaus. Ég var alveg tóm.

Hún heldur mikið upp á nautasoð og drekkur mikið af því. Hún er líka farin að borða egg, sem er mikið stökk því hún var vön að kalla egg „fósturlát hænu“.

Áhrifin hafa verið rosaleg:

Þetta er ótrúlegt. Ég var miklu orkumeiri og með á nótunum. Ég sef betur og hitakófin og verkirnir í líkamanum eru farin.

Það sem henni fannst best var að blæðingarnar byrjuðu aftur. Hún var svo glöð að hún dansaði um íbúðina.

Fleiri og fleiri hafa ákveðið að hætta að borða kjöt og hefur fjöldi þeirra aukist um 987% síðan 2017.

Þetta virkar bara ekki fyrir alla. Þetta virkaði ekki fyrir mig. Það virkaði ekki fyrir mig að vera vegan og lifa mínu streituvaldandi lífi. Ég vann mikið og brann út. Sumir þurfa að borða dýraafurðir. Það er ekkert eitt mataræði sem dugar fyrir alla. Ef þú býrð í norðurhluta Evrópu geturðu ekki bara lifað á hráfæði. Þú þarft að fá eitthvað sem hlýjar þér.

Virpa segir að auðvitað sé veganmataræði gott ef tekið er tillit til dýranna og plánetunnar. Hún segist hafa áhyggjur af ungu fólki sem er ekki að „gera þetta rétt“ og vísar hún þá til þess að þú getir borðað óhollt þó þú sért vegan. Það eru til vegan pizzur, borgarar og fleira sem er bara alls ekki holl.

Fylgjendur Virpi á Instagram hafa ekki ennþá fengið alla söguna. Hún segist vera að bíða eftir rétta tímanum, þegar hún er tilbúin að taka við gagnrýni og leiðinlegum skilaboðum:

Vegan-istar geta verið mjög dómharðir einstaklingar

Önnur kona, Dana Shults, hætti að vera vegan og varð fyrir gríðarlegri gagnrýni þegar hún tilkynnti að hún væri farin að neyta dýraafurða aftur eftir að hún hafði átt í vanda með meltinguna og missa hárið. Það er því skiljanlegt að Virpi sé svolítið stressuð yfir þessari opinberun.

Greinin í heild sinni á Daily Mail

SHARE