Venni Páer með ráðleggur Birni Braga með lýsingu leiksins í dag

Venni Páer með ráðleggur Birni Braga með leikinn í dag gegn Makedóníu:
Í ljósi þess að Björn Bragi Arnarsson er góður drengur, snoppufríður en umfram allt Tottenham-aðdáandi þá lagðist ég í smá rannsóknarvinnu fyrir hans hönd þar sem ljóst er að lýsing leiksins er ekkert minna mikilvæg út á við heldur en gæði spilamennskunnar. Hér að neðan eru 3 atriði sem ég tel að Björn vinur minn ætti að forðast að vekja máls á í lýsingunni í dag.

1. Ekki minnast á né spila lagið “Pred da se razdeni” sem var framlag Makedóníu í seinustu Júróvisjónkeppni. Lagið fékk aðeins 28 stig og hefur verið mjög viðkvæmt umræðuefni síðan.

2. Ekki rugla saman Makedónískum-hnetum við Makademía-hnetur. Þjóðin hefur lengi reynt að leiðrétta þennan algenga misskilning og það væri leiðinlegt að skemma fyrir þeirri góðu vinnu.

3. Fari svo að Íslendingar tapi þá skaltu ekki segja að þetta sé stærri sigur fyrir Makedóníu heldur en þegar þeir fengu sjálfstæði árið 1991, það er ennþá of snemmt.

Gangi þér vel í kvöld Björn og mundu að það er mikilvægt að bera virðingu fyrir andstæðingnum.

Ég hef engin skilaboð handa Aroni að þessu sinni enda ætti þess ekki að þurfa þar sem þetta virðast vera óttalegir ræflar og sigur Íslendinga algjört formsatriði.

SHARE