Verða aðskildar um jólin

Meghan Markle og Kate Middleton verða aðskildar um jólin. Þær hafa átt í ágreiningi, samkvæmt heimildarmönnum RadarOnline, og hafa ekki áhuga á því að eyða jólunum saman.

Harry prins og Meghan Markle verða, ásamt rúmlega 30 gestum, á Sandringham setrinu.
William prins og Kate verða í Anmer Hall í tveggja mílna fjarlægð frá hinum hjónunum.
Um seinustu jól voru Harry og Meghan hjá William og Kate um jólin.
Heimildarmenn segja að Meghan og Kate séu mjög ólíkar manneskjur og þeim komi bara alls ekki saman. Það hefur verið sagt frá því að Kate hafi farið grátandi úr mátun á brúðarmeyjakjólum fyrir brúðkaup Harry og Meghan í maí.

 

 

SHARE