Aðspurður um hvernig sonum hans þremur muni ganga í ástarlífinu í framtíðinni svarar David Beckham að þeir muni allir verða kvennagull (ladykillers). Fótboltagoðsögnin trúir að synir hans Brooklyn 14 ára, Romeo 11 ára og Cruz 8 ára muni allir feta í fótspor hans hvað varðar aðdáun kvenna.
Í viðtali við Ryan Seacrest segir Beckham að drengirnir séu myndarlegir, kurteisir, elski að skemmta sér og því muni þeir verða kvennagull.

article-2553475-1B41984F00000578-447_634x818

David mun missa af því að halda Valentínusardag með frúnni þar sem að hann verður í Filipseyjum á vegum UNICEF.
Hann segir öll fjögur börn þeirra fótboltaóð, líka dóttir þeirra Harper sem er 2 ára. “Þau spila fótbolta í skólanum, spila hann heima, jafnvel inni í húsinu og Victoria er nú ekkert voðalega hrifin af því.”

article-0-1B41984B00000578-373_634x454

Fyrrum fótboltastjarnan sem lagði skóna á hilluna í maí 2013 mun fljótlega flytja með alla fjölskylduna til Miami á Florida en hann er eigandi nýs knattspyrnuliðs sem mun hafa aðsetur þar. Hann ætlar sér stóra hluti með félagið en mun sennilega eiga erfitt verk fyrir höndum þar sem að Miami hefur ekki lið í MLS deildinni frá árinu 2001 og síðast þegar reynt var að stofna félag í Miami var það rekið með tapi. Fjölskyldan er þó öll spennt fyrir nýju ævintýri á nýjum stað.

 

article-2553475-1B37D20F00000578-945_634x876

 

SHARE