Verðlaunauppskrift síðan 1989 – Sjáðu hana hér!

Ég fékk frábæran bækling um daginn frá einni vinkonu minni „Bestu uppskriftirnar 1989“ útgefið af Osta- og Smjörsölunni.  Þar er að finna fjöldan allan af skemmtilegum uppskriftum og var örbylgjuofninn greinilega í tísku til brúks á þeim tíma.  Núna á næstu vikum ætla ég að setja hérna inn þó nokkuð af þessum frábærum réttum sem er að finna í þessum bækling.  En í dag byrjum við á Hátíðarfiski sem var valin besta uppskriftin 1989

 

Hátíðarfiskur

Fyrir 4-5

800 gr skötuselur
2 saxaðar paprikur
1 sneiddur blaðlaukur
150 gr Búri rifinn
2 dl muldar kartöfluflögur með papriku bragði
2 ½ dl rjómi
4 msk hveiti
1 dl ananassafi eða hvítvín
4 msk smjör
2 msk ólífuolía
1-3 tsk tómatkraftur
¼ tsk tumeric
¼ tsk karrí
1 tsk ítalskt krydd
1 tsk salt
½ tsk svartur pipar
1 fiskiteningur

Aðferð:

Látið grænmetið krauma í 2 msk af smjöri þar til það verður meyrt.  Mætið 1 msk af hveiti út í ásamt ananassafa, rjóma, tómatkrafti og örlitlu af vatni, ef sósan er of þykk.  Kryddið með turmeric, karrí, ítalska kryddinu og fiskiteningnum.  Látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur og hrærið í af og til.  Skerið skötuselinn í u.þ.b 4 cm þykka sneiðar.  Blandið saman 3 msk hveiti. 1 tsk af salti og ½ tsk pipar.  Hitið á pönnu 2 msk af smjöri og 2 msk olíu.  Veltið skötuselnum upp úr hveitinu og steikið fiskinn í 2ö3 mínútur á hvorri hlið. Hellið grænmetissósunni í smurt eldfast fat og raðið fiskinum þar ofan á.  Blandið saman osti og muldum kartöfluflögum og stráið yfir fiskinn.  Bregðið undið glóð í nokkrar mínútur eða þar til að osturinn er bráðinn.

 

 

SHARE