Sarah Jessica Parker ákærð vegna ólöglegrar tískutöku í West Village?

Carrie Bradshaw kann að hafa búið í West Village, New York og verið þar innsti koppur í búri, en öðru gegnir um Sarah Jessica Parker, sem gerði pistlahöfundinn ódauðlegan gegnum sjónvarpsþættina Sex in the City.

Sarah, sem hefur hrint af stað eigin hönnunarlínu og er önnum kafin við kynningu á vor og sumarlínu SJP Shoe Collection þessa dagana, rak sig þannig á múrveggi þegar leið hennar lá að dyrum húsakynnum Carrie í West Village, New York. Ekki að Sarah láti slíkt smáræði stöðva sig, en hún brá á leik með ljósmyndara í óþökk íbúa og gerði þar með „allt vitlaust” þar sem engin heimild hafði verið veitt til myndatöku í hverfinu.

 

Íbúar munu vitstola af hneykslan og reiði, en Sarah virti að vettugi bannskilti sem standa við útitröppur sjálfrar Carrie Bradshaw úr þáttunum. Svo virðist sem ágangur flissandi túrista hafi nefnilega gengið út fyrir öll velsæmismörk fyrir löngu síðan og vilja íbúar einfaldlega fá frið og næði frá forvitnum augum, sem leita þess eins að fletta hulunni af því hvernig í raun er að standa í hjarta þáttana, sem ollu straumhvörfum í lífi ófárra kvenna á síðasta áratug síðustu aldar.

 

Kannski reiði íbúa sé þó skiljanleg, þegar vinsældir þáttana eru hafðar í huga og svo sú staðreynd að ferðaþjónustufyrirtæki í New York hafa grætt fúlgur fjár á skipulögðum skoðunarferðum um helstu tökustaði SATC undanfarin 15 ár. Hver myndi enda vilja opna útidyrnar og troðast framhjá bláókunnum og glaðflissandi ungum stúlkum sem stæðu rómantískar á svip í stigaganginum; já, eða jafnvel við íbúðardyr Carrie Bradshaw sem kvæntist Big, elskaði pinnahæla og ritaði kynlífspistla í dagblöð?

 

Sjálf lætur Sarah þó viðvaranir eins og vind um eyru þjóta, en hún hefur meðal annars ljósmyndað í Hvíta Hûsinu og á þekktum tökustöðum SATC til þessa með þeim afleiðingum að allt er að verða vitlaust kringum skólínu stjörnunnar.

 

Hvað sem því annars líður, stendur sú staðreynd eftir að SJP Collection er komið á markað; stórglæst og gullfallegt og er fáanlegt í verslunum vestanhafs. Hér fara nokkur sýnishorn af úrvalinu. Og hvaða (skósjúka) kona vill ekki feta í skapandi spor guðmóður sjálfrar Carrie Bradshaw?

SHARE