Verður þú þunn/ur?

Planaðu kvöldið!

þú veist alveg hverjar þessar vinkonur þínar eru sem hringja stundum í þig og segja “eigum við ekki að skella okkur út í einn drykk” … þær eru aldrei að meina einn drykk.
En þegar þið planið að skella ykkur á djammið í kvöld er þá ekki góð hugmynd að hugsa aðeins fram í tímann og spá aðeins í það hvernig þér á eftir að líða á morgun?
Ef það er einhver séns reyndu þá að fá þér bita af einhverju inn á milli drykkja.
Það er nú kannski ekki hægt á skemmtistað en ef þú ferð á bar með stelpunum þá eru stundum hnetur og annað snakk í boði, með hnetunum eða snakkinu fáðu þér líka lítið vatnsglas, þú munt þakka þér fyrir það á morgun.

Hvernig á ég að losna við þynnkuna?
morguninn eftir
Að losa sig við þynnkuna er alls ekki auðvelt, sérstaklega ef þú drakkst ekkert vatn í gærkvöldi.
En hér eru nú nokkur ráð til að láta þér allavega líða aðeins betur.

Vatn Vatn Vatn ALSTAÐAR..!
án djóks þú getur reynt að troða í þig einhverjum lyfjum og bulli til að losna við þynnkuna en það sem virkar langbest er vatnið. Ef þú ert orðin þreytt/þreyttur á því að drekka bara vatn fáðu þér þá vatnsblandaðan safa, það mun líka hjálpa líkamanum að vinna á sykurþörfinni, þar af leiðandi kemstu kannski framhjá svitabaðinu sem fylgir þynnkunni.

Að kaupa lyf í apótekinu?
Ekki fara í apótekið til að reyna að kaupa einhverja þynnkubana. Gróusögur ganga nú um að það sé gott að fá sér lóritin (bráðaofnæmis töflur) fyrir og eftir djamm. Það er alls ekki sniðugt vegna þess að líkaminn þinn er gjörsamlega að berjast við það að ná öllu áfenginu úr líkama þínum og af hverju að bæta við einhverjum efnum bara til þess að gera þetta aðeins erfiðara?

Er kaffi gott við þynnku???
ALLS EKKI!! kaffi gerir einmitt illt verra. Þú þjáist af ofþornun og verður bara meira þyrst/þyrstur af kaffinu. Allir drykkir sem innihalda koffín ættir þú að forðast sem heitan eldinn.
Þó að þessir drykkir láta þér kannski líða vel á meðan þú ert að drekka þá, þá þarf líkaminn að vinna úr en meiri efnum, innyflin þín verða þreytt og þú verður þá lengur þunn/þunnur.

Reyndu að borða eins mikið og þú getur.
Hollusta, hollusta, hollusta! Þó að þú getir ekki hugsað þér neitt annað en einn sveittan burger eða löðrandi pitsu er langbest að reyna að borða einhverja góða, sykurríka ávexti eða eitthvað gott og hollt morgunkorn. Ávextirnir koma jafnvægi á sykurþörf líkamans og þá hverfur þynnkan hraðar. Reyndu að forðast pitsuna og hamborgarann!
Eins og kom fram hér áður er það en ein erfiðis vinnan fyrr þreytta líkamann þinn.

Með þessum ráðum ættirðu að vera á hraðri leið til þess að jafna þig, en mundu að þetta eru engin töfraráð, bara ráð til að láta þér líða aðeins betur eftir erfiði helgarinnar!

Gangið nú hægt um gleðinnar dyr og eigið góða helgi!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here