„Versta sem ég hef upplifað“

Fyrst var Kim Kardashian (34) í molum yfir því að verða EKKI ólétt og svo þegar hún verður ólétt er hún ekki ánægð með þetta.

Kim er ekki sú hamingjusamasta þessa dagana en hún er komin með nóg af þvi að vera ófrísk. Hún tjáir sig um þetta á heimasíðu sinni og segir þann 5. okt: „Ég ætla ekki að ljúga að ykkur. Fyrir mér, er meðganga það versta sem ég hef upplifað! LOL! Ég nýt ekki einnar mínútu af henni og skil ekki fólk sem er að njóta þess. Mamma mín og Kourtney nutu þess allavega! Ég er ekki að tengja við það.“

Kim heldur svo áfram: „Ég veit ekki af hverju ég nýt þessa ekki eins og aðrir. Kannski er það vegna þess að ég er svo bólgin og illt í bakinu. Kannski er það bara vegna þess að líkaminn þenst út og ekkert passar á mig. Mér líður eins og ég sé ekki í mínum eigin líkama, það er erfitt að útskýra þetta. Mér finnst ég ekki kynþokkafull heldur – Ég er óörugg og yfirleitt finnst mér ég bara ógeðsleg.“

Jahá, þetta eru stór orð!

„Fólk segir manni aldrei alla ógeðslegu hlutina sem gerast meðgöngu eða eftir hana. Vissuð þið að maður þarf að vera með bleiu í tvo mánuði eftir fæðingu?! LOL! Það sagði mér það enginn! #SoSexy. Ég ætla að deila öllum þessum hlutum með ykkur á meðgöngunni. Ég ætla ekki að fela það hvernig mér líður og hvað ég er að upplifa,“ segir Kim Kardashian.

Kim segir líka að henni hafi þótt gaman að koma sér í form aftur eftir seinustu meðgöngu. Í lok færslunnar segir hún svo: „En í alvöru þá er þetta SVO þess virði þegar þú ert búin að fá barnið þitt í fangið í lokin. Þó ég sé að kvarta, þá er þetta 100% þess virði og meira til.“

 

SHARE