Nú er að hefjast ný og skemmtileg áskorun hjá Hreyfingu sem er kjörin fyrir konur sem vilja halda sig í formi þrátt fyrir annir aðventunnar.  

AnnaEiriks

Við spjölluðum aðeins við Önnu Eiríks um Desemberáskorunina:

„Áskorunin er fyrir allar sem vilja vera fullar af orku og í fínu formi í desember en það er einmitt mánuðurinn sem við þurfum virkilega á því að halda að hreyfa okkur og mánuðurinn sem margir láta hreyfinguna sitja á hakanum sökum anna. Það er svo mikil snilld að skella sér á námskeið í desember og halda þannig góðum æfingagír fram að áramótum,“ segir Anna.

Anna segir að tímarnir verðifjölbreyttir og árangursríkir með áherslu á þol- og styrktarþjálfun og hver og ein getur ávallt fundið álag við sitt hæfi. 

Hér er smá myndband af æfingunum:

[facebook_embedded_post href=“https://www.facebook.com/hreyfing.is/videos/920737851294731/“]

„Þú nýtur þess að borða góðan mat án þess að sitja uppi með aukakíló og vanlíðan í desember. Kennararnir eru frábærir, hvetjandi og skemmtilegir og því alltaf gaman að mæta á æfingu,“ segir Anna.  

Þetta er námskeið sem konur ættu klárlega að gefa sjálfum sér í jólagjöf en hvað er betra en að hugsa um heilsuna og gera e-ð frábært fyrir sjálfa sig í desember!

Innifalið:

  • 50 góð ráð til að njóta jólanna án þess að bæta á sig aukakílóum
  • Þú lærir allt um hvernig á að draga úr sykurlöngun
  • Sérhannað brennsluæfingakerfi sem hámarkar fitubruna
  • Aðhaldið sem þú þarft – mætingakeppni, vegleg verðlaun
  • Fræðsla, fróðleikur og uppskriftir
  • Tækjakennsla hjá einkaþjálfara
  • Allar fá jólagjöf

Smellið hér til að sjá meira um áskorunina og skrá ykkur til leiks.

SHARE