Verum vakandi fyrir litlu kisurnar okkar! Þær eiga það til að hlýja sér í húddinu á bílnum þegar að þær komast hvergi inn.

Andrea Kristín setti inn færslu á facebook nú á dögunum þar sem hún minnir fólk á að banka í húddin áður en að keyrt er af stað, Kettir eigi það til að leita í ylinn frá vélunum og geti þeir slasast mjög illa og jafnvel dáið ef þeir þurfa að þola svoleiðis bílferð.

“Ég bý i sveitinni og mundi eftir þessu frá þvi ég var yngri. Heyrði einu sinni sögu fra gömlum bònda um að hann hafi eitt sinn sett í gang og læða sem hann atti með kettlinga hefði dàið”

Það er eins gott að passa sig og vera vakandi!

 

SHARE