Vetrarfiskur í ofni

Nú er að kólna og haustið að taka við með allri sinni litadýrð. Jafnframt styttist í vetur konung og þá er nú gott að fá sér vetrarfisk sem yljar manni.

Þessi réttur kemur úr safni Röggurétta.

Uppskrift:

800 gr ýsuflök
Sítrónupipar
250 gr hvítlaukssmurostur ( 2 stykki í fjólubláu dollunum 125 gr).
1/2 líter matreiðslurjómi
1/2 blómkálshaus
1 haus brokkolí
1/2 púrrulaukur
4-5 gulrætur
1 stk rauð paprika
Matarolía
Rifin ostur ( ekki nauðsynlegt en miklu betra).

Aðferð:

Ýsuflök krydduð með sítrónupipar og sett í eldfast mót.

Smurostur og rjómi hitað saman í potti þar til samlagast vel.

Grænmeti er steikt í olíunni þar til farið að mýkjast. þá er sósunni blandað saman við grænmetið. Öllu svo hellt yfir fiskinn ( Rifin ostur dreift yfir ef hann er með).

Bakað í ofni við 180 gr í 30 mín, eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

 

Persónulega finnst mér smá hvítvínstár setja punkt á þetta.

 

SHARE