Victoria Beckham: Þykir ekki bera aldurinn nægilega vel og fær skelfilega útreið í erlendum slúðurmiðlum

Victoria Beckham mætti ásamt eiginmanni sínum, David Beckham, á Alexander McQueen: Savage Beauty Fashion Gala þann 12.mars síðastliðinn. Í gærdag loguðu svo erlendir slúðurmiðlar í fréttum af Victoriu. Eða fréttum af andlitinu á henni nánar tiltekið.

victoriabeckham

Hefur gagnrýninni einna helst verið beint að förðun hennar og hári. Sem hvorugt þykir vera henni til sóma. Sumir miðlar hafa jafnvel látið það flakka að frú Beckham sé að eldast og það alveg alls ekki vel. Hefur hún verið borin saman við Jennifer Lopez, sem er fimm árum eldri, en þykir bera aldurinn talsvert betur.

269572B400000578-2992251-image-m-51_1426193422772

Mikið hefur einnig verið rætt um kjólinn hennar og blessaðan barminn. Og allt á neikvæðan máta.

26958FCD00000578-0-image-m-30_1426242866145

Það er vandlifað í þessu heimi. Í heimi fræga fólksins í það minnsta. Stranglega bannað að stíga hvers kyns feilspor. Eða bara eldast yfir höfuð!

Tengdar greinar:

Victoria Beckham er subba!

Hvers vegna brosir Victoria Beckham aldrei?

Instagram: Sjáðu myndirnar frá Victoriu Beckham á New York Fashion Week

SHARE