Victoria´s Secret englarnir fækka fötum fyrir nýja ljósmyndabók

Ljósmyndarinn Russell James hefur myndað fyrir undirfatarisann Victoria’s Secret frá því árið 1997. Hann gaf nýlega út ljósmyndabók þar sem hann myndaði nokkra núverandi, fyrrverandi og mögulega framtíðarengla Victoria´s Secret. Bókin ber nafnið Angels og er full af fallegum myndum af fyrirsætunum nöktum.

Adriana Lima, Alessandra Ambrosi, Lily Aldrigde, Candice Swanepoel, Karlie Kloss og Doutzen Kroes prýða allar síður bókarinnar en mörgum þykir áhugavert að Kendall Jenner er líka í bókinni. Það þykir gefa til kynna að hún sé mögulega næsta fyrirsætan til að verða engill hjá undirfatafyrirtækinu. Það kemur að sjálfsögðu allt í ljós annan desember þegar árlega tískusýningin þeirra fer fram hvort að Kendall Jenner fái að bera vængi Victoriu.

í ár fer tískusýningin fram í London og er það í fyrsta skipti sem hún fer fram í öðru landi heldur en Bandaríkjunum.

erin-heatherton-vogue-12sep14-russell-james_b_1080x720

lily-candice-vogue-12sep14-russell-james_b_592x888

karlie-vogue-12sep14-russell-james_b_592x888 behati-vogue-2-12sep14-russell-james_b_592x888

alessandra-vogue-12sep14-russell-james_b_592x888

Screen Shot 2014-09-14 at 09.50.02

SHARE