Við ætlum að gefa annað eintak af erótísku bókinni Þú afhjúpar mig

“Þú afhjúpar mig” er metsölubók um allan heim og er fyrsta bókin af þremur. Bókin er í anda Fimmtíu grárra skugga nema mun betri, ástarsenurnar eru heitari og þessi bók gæti kveikt líf í steini.

Það var eitthvað við Gideon, þennan ríka,dularfulla og eldheita mann sem gerði það að verkum að Eva þráði hann eins og eiturlyf. Gideon hafði sína djöfla að draga en það gerði Eva líka, þau áttu það sameiginlegt að búa yfir leyndarmáli. Bókin er stútfull af eldheitum ástaratriðum og tilfinningalegum átökum og eins og bókagagrýnandi frá “The Book Pushers” sagði þá er þetta “Vel skrifuð ástarsaga með frábærri persónusköpun. Ég mæli eindregið með Þú afhjúpar mig, því hún er það sem fimmtíu gráir skuggar hefðu getað orðið” Bókin er skrifuð af konu og höfðar til kvenna.

Næsta bók kemur út í maí svo það er ekki seinna vænna en að klára að lesa fyrstu bókina, þú munt sko ekki sjá eftir því!

Vilt þú vinna eintak?

Við gáfum tvö eintök af bókinni í gær og sáum að það voru svo margir sem óskuðu eftir því að fá bókina að við ætlum að bæta um betur og gefa í það minnsta eitt eintak í viðbót. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa ummæli undir þessa grein og segja okkur af hverju þig langi í bókina.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here