Við höfum fengið NÓG af heimilisofbeldi

Þær Jóhanna Jóhannesdóttir, Lilja Hrund Jóhannesdóttir, Katrín Sara Reyes og Erna Katrín Gunnarsdóttir hafa stofnað hóp á Facebook undir yfirskriftinni “Við höfum fengið nóg!” Þær eiga við að þær hafa fengið nóg af heimilisofbeldi og það getum við tekið undir. Á síðasta ári voru rúmlega þrjú hundruð tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa þær aukist töluvert síðustu ár. Heimilisofbeldi er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að búa við. Þú getur nálgast hópinn hér Á síðunni birtu þær þessa grein:

Nú höfum við fengið nóg af heimilisofbeldi. Við erum alltaf að heyra sögur og lesa fréttir af fólki sem lendir í heimilisofbeldi og getur svo lítið gert í því vegna minnimáttarkenndar. Engum á að líða svo illa á heimili sínu eða vegna fjölskyldumeðlima sinna. Við gerðum þessa síðu til þess að vekja tilhugsun á þessu málefni og vonandi eiga einhverjir eftir að taka þetta til sín. Að jafnaði eru rúmlega 1.200 mál skráð hjá lögreglu sem skilgreind eru sem heimilisófriður. Þar af eru rúmlega 300 mál sem skilgreind eru sem heimilisofbeldi.

Heimilisofbeldi er sennilega algengasti ofbeldisverknaður sem framinn er á Íslandi og á ekkert barn að þurfa að þola það ofbeldi, allra síst í sínu nánasta umhverfi !

Heimilisofbeldi er yfirleitt mjög vel falið leyndarmál og birtist oft í fleiri myndum en barsmíðum og líkamsmeiðingum. Lítilsvirðing, höfnun, einangrun, kúgun, niðurlæging, hótanir og einelti eru til dæmis sæmi um andlegt ofbeldi sem gerist innan heimilisins. Andlegt ofbeldi er það sem erfiðast er að merkja og vinna úr.
Kynferðisleg misnotkun svo sem nauðganir eða kynferðisleg niðurlæging er einnig mjög oft hluti af heimilisofbeldi !

Vissuð þið að …

70% kvenna sem eru myrtar falla fyrir hendi sambýlismanns síns?

Því meiri vímuefni sem unglingar nota, því meiri líkur eru á að þau beiti eða séu fórnalömb ofbeldis?

Í Suður-Afríku er að minnsta kosti ein kona myrt af maka sínum á hverjum 6 klukkustundum?

100-140 milljónir af stelpum og konum hafa upplifað limlestingar á kynfærum?

Í Sao Paulo, Brasilíu, er ráðist á konu á 15 sekúndna fresti?

————————–————————–————————–————-
Fyrir þá sem vilja fræðast um heimilisofbeldi vill umboðsmaður barna benda á ritið Ofbeldi í nánum samböndum sem er aðgengilegt á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Eftirfarandi stofnanir og félög veita aðstoð og ráðgjöf við heimilisofbeldi:

Barnaverndarnefndir
Fjölskylduráðgjöf Sveitarfélaganna
Heilsugæslustöðvar
Hjálparsími Rauða krossins 1717
Karlar til ábyrgðar
Lögreglan
Kirkjan
Samtök um kvennaathvarf
Starfsfólk skóla
Tótalráðgjöfin

Hér getum við svo séð myndband sem lýsir aðstæðum sem sum börn þurfa að búa við. Hér er hin 6 ára Lisa að hringja í neyðarlínuna.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”G_ht2vAYPoc”]

SHARE