„Við veljum meira að segja maka út frá lyktinni!”

„Lykt skiptir alveg rosalega miklu máli” segir Sigga Kling og úðar á sig ilmvatni. „Vanillulykt getur haft alveg rosalega mikil áhrif á ofvirkni og skiptir máli vð makaval. Við veljum jafnvel maka út frá lyktinni og eigum alltaf að vera heiðarleg, láta fólk vita ef það er andfúlt.”

Þetta og meira til segir Sigga að þessu sinni; en hún gekk einu sinni út af skemmtistað með klósettbursta í kjólfaldinum og klíndi óvart rauðum varalit yfir allt andlitið meðan hún skemmti Framsóknarmönnum og það án þess að nokkur léti hana vita.

 

SHARE