Viðbjóðurinn & sorinn sem viðgengst á facebook!

Það er ótrúlegt hversu mikill endalaus sori virðist viðgangast á netinu. Það var innsend grein sem birtist hér í morgun, hún var þó tekin út nánast strax þar sem ritstjórn fannst innihaldið einfaldlega of viðbjóðslegt. Lesanda hafði blöskrað og sendi inn skjámynd af “brandara” sem hann hafði séð á “like” síðu á Facebook. Eftir að ég heyrði um þetta varð ég einfaldlega að sjá hvaða síða myndi búa til svona brandara og hver stæði þar að baki. Það sem blasti við mér þegar inn á síðuna var komið var þó vægast sagt sjokkerandi. Það að einhver hafi hugmyndaflug í það að búa til svona “brandara” veldur mér áhyggjum. Inn á þessari síðu má finna niðrandi ummæli um konur, þar eru brandarar eins og

“Það sem ég þarf að gera til að fá 5 ‘like’:
Frumleiki, húmor, góð tímasetning, innsæi á viðfangsefninu, góð stafsetning og vandvirkni.

Það sem stelpa þarf að gera til að fá 50 ‘like’:
Fara með myndavél inná klósett.”

Smekklegt? trúið mér þetta er svo sannarlega ekki það versta. Síðan fjallar ekki aðeins niðrandi um konur heldur virðist barnaníð vera í hávegum höfð og það sem ég las í morgun hefur án efa eyðilagt daginn fyrir mér. “Brandari” sá fjallaði um hverjir væru kostirnir við að nauðga ungbarni,  HA!?.

Síðan kallar sig “húmor fyrir lengra komna” og mér finnst efnið sem viðkomandi sem heldur úti síðunni býr til svo viðbjóðslegt að vissast væri að finna út hver það er svo hægt sé að veita viðkomandi hjálp. Það versta af öllu er að 8.828 manns hafa LIKE-AÐ síðuna. Hvað er í gangi?

Hér fyrir neðan kemur lýsing sem tekin er af síðunni:

“Óskráðar reglur hinna heimsku notenda:
1. Helförin er fyndin
2. Negrar eru fo***ng fyndnir
3. Eyðni og krabbamein og negra kombó er best
4. Fatlanir eru ágætlega fyndnar
5. Norðmenn eru stikkfrí og klaga í Zuckerberg-löggimann ef að minnst er á Breibbann. Já. Norsarar eru viðkvæmari en helförin, sjúkdómar og rasismi.”

Þetta er hluti af lýsingu síðunnar, finnst þér þetta í lagi? það finnst mér ekki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here