VIÐKVÆMIR GÆTI VARÚÐAR: Er ÞETTA framtíð Íslands?

Sumarsólstöður, drungalegar nætur, svartir morgnar og miðnætursól. Þetta er eitt af stóru málunum sem borið hefur upp á Alþingi að undanförnu, en ráðamenn þjóðarinnar eru margir á því að taka eigi upp sumar- og vetrartíma á Íslandi eins og tíðkast á meginlandi Evrópu.

Það er ekkert grín að dandalast í klukkunni

Eins og það sé alveg æðislegt að dandalast í klukkunni. Hart hefur verið tekist á um málið undanfarna daga, (í alvöru) umræðuþræðir á opinberum miðlum þróast út í hálfgerða vitleysu og þeir eru til sem eru harðlega mótfallnir því að fikta í sólarhringnum þegar sól tekur að rísa á himni.

En græðum við ekki 60 mínútur á dag?

Athugasemdir á borð við: „Hafa ráðamenn þjóðarinnar ekkert betra við tíma sinn að gera en að rífast um klukkuna?” hafa skotið upp kollinum. Andsvör á borð við: „En krakkar! Við græðum klukkutíma á dag! Snúið vísunum!” hafa ómað um rafheima og svona mætti lengi telja.

Bandaríkjamenn orðnir uppgefnir, vansvefta og geðvondir

En það er ekkert grín að fikta í klukkunni, krakkar mínir. Bandaríkjamenn eru alveg að verða brjálaðir á „daylight saving” eins og fyrirbærið heitir vestanhafs og Evrópubúar mæta örþreyttir til vinnu í lok mars hvert ár, (nema þeir sem sofa yfir sig) og svo koma flestir að lokuðum dyrum, klukkutíma of snemma, í lok október. Með hor í nös, kaffi í brúsa og trefil um háls.

„En mamma, það er ennþá nótt úti?” 

Vinkona mín stormaði með börnin sín á leikskólann klukkan sex að morgni fyrir stuttu …. fattaði ekki að klukkunni hafði verið breytt. Stóð bara úti í ískulda með undrandi börnin og velti því fyrir sér hvers vegna enginn var á ferli. Hún er Íslendingur eins og ég. Hafði ekki enn lært inn á evrópska klukkusiði þegar hún rauk út með börnin um miðja nótt og kom að lokuðum leikskóladyrum.

„Sæl vertu … þetta er yfirmaður þinn … þú ert þó ekki hætt í vinnunni?” 

Nokkrum mánuðum síðar svaf ég yfir mig. Kom klukkutíma of seint til vinnu í lok mars. Alveg miður mín og þið getið rétt ímyndað ykkur hver ástæðan var. Klukkunni hafði verið flýtt. Ég var með höfuðverk í mánuð. Ekki vön vitleysunni.

Viðkvæmir eru beðnir að gæta varúðar:

SHARE