Vikumatseðill 18. – 25. ágúst

Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.

 

Hér er matseðill fyrir þessa viku:

Mánudagur:

Æðisleg haustsúpa með tómötum.

mán

3 msk ólífuolía
1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
1 msk. karrí
1 tsk cumin
1 tsk chilí (meira eða minna eftir smekk)
6 bollar nýir tómatar, skornir
4-6 egg
Sýrður rjómi
Salt og pipar

Látið laukinn, salt og ólívuolíuna í pott og látið krauma í u.þ.b. 10 mín.  Hreyfið til öðru hverju.

Bætið karrí, cumin og chilí út í og hrærið. Hellið tómötum og sex bollum af vatni út í og látið krauma í 12-15mín. Setjið þá í blandara og látið hann mauka. Bætið salti og pipar út í að smekk.

Meðan súpan er að sjóða látið þá suðuna koma upp á vatni í pönnu og brjótið eggin varlega út í. (best er að brjóta eggin í skál og renna þeim út í hægt sjóðandi vatnið einu í einu!) Það er ágætt að forma hvíturnar í vatninu svo að eggið verði kringlótt. Sjóðið eggin í 3-5 mín. Takið þau úr vatninu með götóttum spaða.

Nú er súpunni ausið í skálar, smásletta af sýrðum rjóma og eitt egg sett í hverja skál.

 

Þriðjudagur:

Fiskur með kókoschutney

thrid

500 gr ýsa
Olía
20 gr smjör
200 gr kókosmjöl
200 gr rúsínur
½ búnt mynta
½ búnt kóríander
2 lime
2 sítrónur
2 hvítlauksgeirar
45 gr kúmen
12 heilar kardemommur
1 matskeið harissa
½ dl eplaedikk
4-6 msk ólífuolía
Salt og pipar

Sósa:

3 dl hreint jógúrt
2 msk tahin
1 msk sítrónusafi
Salt og pipar

Best er að byrja á kókoschutney-inu:

Ristið kúmenið á pönnu í smá stund og takið pönnuna af hitanum og hellið kúmeninu í stóra skál ásamt kókosmjöli og rúsínum. Saxið myntu og kóríander og hellið útí. Merjið hvítlaukinn og komið honum útí blönduna. Ristið kardemommurnar á pönnu þar til þær eru brúnar og stökkar. Takið þær af pönnunni og merjið þær, notið aðeins innsta kjarnan og hendið afgangnum. Setjið kjarnana í kókosmjölið.

Rífið börkinn af lime -inu og sítrónunum og setjið hann útí. Hellið harissa, eplaediki og ólífuolíu í og hrærið vel. Kryddið vel með salti og pipar.

Sósa:

Blandið jógúrti, tahin og sítrónusafa saman. Kryddið með salti og pipar.

Fiskur:

Skerið fiskinn í væna bita og kryddið með salti og pipar. Steikið fiskinn í blöndu og olíu og smjöri, þar til hann er gullinn. Berið fram með kókoschutneyinu og tahinsósunni.

Miðvikudagur

Pastasalat

midvikud

300 gr beikonbitar
250 gr grænar baunir
1 dós ananas
250 gr pasta
2 matskeiðar salt
250 gr sýrður rjómi
ca 4 matskeiðar ananassafi

Aðferð fyrir Pastasalat:

Ristið beikonið á pönnu. Sjóðið pasta í 2 1/2 líter af söltuðu vatni. Sjóðið baunirnar í cirka 2 mínútur. Hrærið sýrðum rjóma og ananassafa saman. Kryddið með salti og pipar. Blandið öllum hráefnunum saman og berið fram með salati.

 Fimmtudagur:

fimmtu

Vel kryddaður ferskjukjúklingur

2 tsk chili
1 tsk laukur
1 tsk hvítlaukur
Salt og svartur pipar að smekk
450 gr bringa, skorin í litla bita
2 msk ólífuolía
1- ½ bolli kjúklingasoð
1 bolli ferskjusulta
¼ bolli hvítt (glært) edik
1 tsk sterk piparsósa
1 tsk appelsínubörkur (ysta lagið)
1  tsk smjör

Blandið saman chili, lauk, hvítlauk, salti og pipar (allt duft-krydd !)  Stráið þessu kryddi á kjúklingabitana.
Hellið olíunni á miðlungi heita pönnu, setjið kjúklinginn út í og steikið. Takið kjúklinginn af pönnunni.
Hellið kjúklingasoðinu á pönnuna, hrærið í og losið um kjötleifar. Hrærið sultunni og ediki út í. Kryddið með sterku piparsósunni.

Setjið nú kjúklinginn á pönnuna og látið krauma í 10-12 mín eða þar til kjötið er fullsoðið. Áður en rétturinn er borinn fram er appelsínuberki og smjöri bætt út í. 

Föstudagur:

föstud

PIZZA PASTA

500 gr pylsur
1 msk ólífuolía
½ stór  laukur
lítil dós af niðursoðnum maís
1-¾ bolli ítölsk tómatsósa  (marinering sósa)
salt og pipar
250 gr heilhveiti pasta
115 gr pepperóní, skorið í bita
1-½ bolli mozzarella ostur
½ bolli rifinn Parmesan ostur
ferskt basilika 

Hitið ofninn í 180˚ C. Eldið pastað eins og leiðbeiningar á pakka segja til um.
Hitið olíuna á pönnu við vægan hita.  Mýkið laukinn í olíunni. Bætið pylsum út í og sjóðið, hellið marinera sósunni út á og hrærið og bætið við salti og pipar.

Blandið pasta og pylsum saman og hellið í mót. Leggið  mozzarella sneiðar yfir og stráið Parmesan ostinum yfir.

Bakið í 25-30 mín. og skreytið með fersku basilíku.

Laugardagur:

Sydney hamborgari

Heimatilbúnir hamborgarar eru einfaldlega bestir.  Þá er hægt að gera á margvíslega vegu en hér er það m.a. parmesan og chili sem gefa bragðið en uppskriftin kemur frá Ástralíu.

laugardagur

800 g nautahakk
1 lítill laukur, fínsaxaður
2-3 hvítlauksgeirar
1 egg
1 dl heimatilbúið brauðrasp
½ dl rifinn Parmesan-ostur
1 msk Dijon sinnep
1 tsk chiliflögur
1 tsk múskat
salt og pipar

Mýkið laukinn í olíu á pönnu ásamt hvítlauknum.

Blandið saman við kjötið. Blandið eggi, parmesan, raspi, sinnepi og kryddum saman við hakkið. Mótið 4-6 hamborgara úr kjötinu. Geymið borgarana í kæli áður en að þeir eru grillaðir.

Til að klára hamborgarann þarf svo.

4-6 hamborgarabrauð
plómutómata
grillaða papriku
klettasalat
alioli
tómatsósu

Skerið brauðin í tvennt. Smyrjið með aioli og sinnepi. Setjið smá tómatsósu á. Setjið sneið af tómat, grillaðri papriku og síðan klettasalat á og loks borgarann.

 Sunnudagur:

sunnud

Fajitas úr avókadó og nautakjöti, án kolvetna

4 avókadó
4 msk sítrónusafi
2-½ msk kóríander
2 msk fajita krydd
1 msk ólífuolía
u.þ.b. ¾ bolli arugula (grænt salad- líkt rúkola)
450 gr þunn nautasteik
1 meðalstór paprika, skorin í sneiðar
2 stk jalapenó pipar, fræin fjarlægð og þeir sneiddir
1 meðalstórir laukar
salt og pipar

Látið steikina í plastpoka. Bætið kóríander, fajita kryddi (1 matsk.) salt og pipar saman við. Setjið inn í ísskáp og látið bíða í klukkustund.

Skerið hvert avókadó í tvennt og fjarlægið steininn. Hreinsið innan úr skurninni og setjið í stóra skál. Bætið sítrónusafanum, salti og pipar út í. Kremjið með gaffli og geymið.

Grillið kjötið yfir meðalhita í ca. 5-6 mín. Skerið í þunnar sneiðar og geymið. Látið papriku, jalapenó, lauk og 1mtsk. sem er eftir af fajita kryddinu á pönnuna og látið krauma við mjög lágan hita u.þ.b. 4 mín.

Setjið avókadó stöppuna (guakamóle) í skeljarnar. Látið dálítið af arugula á guakamóle ásamt papríkunni, jalapenó og steikinni ofana á arugula (sem er ofan á avókadóstöppunni). Stráið smá kóríander yfir og berið srax fram.

 

SHARE