Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.
Hér er matseðill fyrir þessa viku:
Mánudagur
Tómata & basilsúpa
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk ólífuolía
800 g tómatar í dósum, niðurskornu
400 g tómatar í dósum, heilir
480 ml vatn
2 teningar kjúklinga- eða grænmetiskraftur
1 msk sjávarsalt
1 msk sykur
1/2 msk pipar
60 ml rjómi eða 1 dós kókosmjólk
3 msk fersk basilíka, söxuð
parmesan
Aðferð
- Steikið hvítlaukinn í ólífuolíu við meðalhita í potti í um 1 mínútu. Varist að brenna hvítlaukinn.
- Bætið út í niðurskornu tómötunum og því næst heilu tómötunum með því að kreista þá í pottinn, einn í einu. Látið jafnframt safann af tómötunum út í.
- Látið í pottinn vatn, kraftinn, salt, pipar og sykur.
- Látið súpuna malla við meðalhita í um 10 mínútur.
- Lækkið hitann og hrærið út í kókosmjólkinni/rjómanum og basil.
- Látið í skál og skreytið með parmesan.
Þriðjudagur
Dukkah lax
7-800 g lax, beinhreinsaður og flakaður
olía
dukkah
sjávarsalt
pipar
Aðferð
- Hitið ofninn á 220°c.
- Þerrið laxinn og setjið á smjörpappír.
- Penslið með olíu, dreyfið því næst dukkah yfir fiskinn. Saltið og piprið og látið inn í ofn í um 10-12 mínútur. Varist að ofelda hann.
Miðvikudagur
Rósmarínkjúklingur í parmaskinku
60 ml ólífuolía
3 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
rósmarín, fersk
10 kjúklingalæri, úrbeinuð
salt og pipar
10 sneiðar parmaskinka
2 sítrónur, skornar í báta/sneiðar
baslamikedik
- Látið ólífuolíu og hvítlauk saman í skál. Saxið um 1-2 msk af fersku rósmarín og látið saman við.
- Saltið og piprið kjúklingalærin og bætið þeim út í marineringuna. Ef þið hafið tíma er gott að leyfa þessu að liggja í smá stund.
- Vefjið kjúklinginn í hráskinkuna og látið litla rósmarín grein í miðjuna.
- Dreypið smá olíu á kjúklinginn og grillið í um 12-15 mínútur eða látið kjúklinginn inn í 180°c heitan ofn í um 35- 40 mínútur. Varist að ofelda hann.
- Kreistið sítrónu yfir hvern kjúklingabita og hellið smá balsamikediki yfir áður en þið gæðið ykkur á þessari dásemd. Berið fram með góðu salati og t.d. kartöflumús.
Fimmtudagur
Tortilla með nautafille, mozzarella og spínati
ca 300 gr nautafille
salt og pipar
olía
8 tortillur
spínat, saxað
1 búnt fersk basilíka
rauðlaukur, smátt skorinn
paprika, smátt skorinn
rautt chillí (má sleppa), smátt skorið
mozzarellaostur, rifinn (þessi í pokunum)
fetaostur
salt og pipar
Aðferð
- Saltið og piprið kjötið og steikið svo á pönnu með smá olíu við háan hita, í um 3 mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið inní 180°c heitan ofn í 10-15 mínútur eða þar til kjötið er orðið eldað eins og ykkur líkar best. Látið standa í 5-10 mínútur og skerið í þunnar sneiðar.
- Takið eina tortillu og dreifið yfir hana, spínati, basilíku, papriku, rauðlauk, chillí, kjötsneiðum, mozzarella og feta. Passið að ofhlaða ekki á hana. Saltið og piprið.
- Leggið aðra tortillu yfir og steikið á pönnu í við meðalháan hita. Súið einu sinni við. Athugið að það er gott að nota tvo spaða þegar tortillunni er snúið við og svo tekin af pönnunni svo hún brotni ekki.
- Skerið niður í sneiðar.
Gott að bera fram með sýrðum rjóma, tómatsalsa, hrísgrjónum og muldu nachosi.
Föstudagur
Sætkartöflupitsa með karmelluðum rauðlauk
Pitsabotn, sjá uppskrift eða kaupa tilbúinn botn
1 stór sætkartafla eða ílangt grasker, skorið í þunnar sneiðar
olífuolía
salt og pipar
1 tsk rósmarín
1 mozzarellaostur, skorinn í þunnar sneiðar
1 lítill rauðlaukur, skorinn í sneiðar
salat að eigin vali
hnetur eins og t.d. pistasíuhnetur, valhnetur, furuhnetur
fetaostur
Aðferð
- Hitið ofninn á 200°C
- Raðið sætu kartöflusneiðunum á smjörpappír á ofnplötu og penslið með olíu. Eldið í ofninum í um 30 mínútur eða þar til þær eru næstum því tilbúnar (fylgist vel með þeim).
- Penslið pitsabotninn með olíu (jafnvel hvítlauksolíu). Kryddið botninn með salti, pipar og rósmarín.
- Raðið mozzarellaostinum yfir botninn og því næst sætu kartöflunum yfir hann.
- Bakið í ofni í um 10-15 mínútur.
- Steikið laukinn á meðan við lágan hita í um 15 mínútur.
- Takið pitsuna úr ofni og raðið yfir hana salati, hnetum, rauðlauk og myljið því næst fetaosti yfir.
Laugardagur
Pasta alla vodka
250 g spaghetti (eða pasta að eigin vali)
1 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
1 tsk chilí pipar
1-2 hvítlauksrif, pressað
2 grænmetisteningar
120 ml vodka
1/2 tsk salt
1 dós niðurskornir tómatar (safinn með)
60 ml bolli rjómi
3 msk ferskt basil, saxað
Aðferð
- Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum.
- Hitið olíu á pönnu við meðalhita, bætið lauknum útí og léttsteikið laukinn í um fjórar mínútur. Bætið chilí, hvítlauk og grænmetisteningum saman við og hrærið í um eina mínútu. Bætið vodkanu varlega út í, lækkið hitann og látið malla í um 3 mínútur eða þar til vökvinn hefur minnkað um helming. Hrærið því næst tómötunum og 1/3 tsk af salti út í. Látið malla á lágum hita í um 15 mínútur.
- Látið sósuna í matvinnsluvél og maukið varlega (ef þið eigið ekki matvinnsluvél að þá sleppið þið þessu stigi). Færið sósuna aftur yfir á pönnuna.
- Bætið rjómanum síðan saman við og hitið lítillega.
- Bætið pastanu út á pönnuna ásamt basil og saltið ef þörf er á því. Berið fram með parmesan.
Sunnudagur
Hægeldað dukkah lamb
1 lambalæri, rúm 2 kg.
olía
dukkah
sjávarsalt
pipar
Aðferð
- Berið olíu á lærið og stráið því næst vel af dukkah yfir það. Saltið og piprið.
- Látið lambalærið inn í 80°c heitan ofn og eldið í lokuðu fati í um 6-7 tíma.
- Hækkið hitann í 210°c síðustu 10 mínúturnar, takið lokið af og látið á grill til að fitan verði stökk.Athugið að best er að nota kjöthitamælir til að fylgjast með að lambalærið sé rétt eldað. Til að fá læri sem er safaríkt en dáldið bleikt í miðju ætti kjarnahitinn að vera í kringum 60-65°c. Ef þið viljið að lærið sé vel steikt ætti kjarnahitinn að vera í kringum 70-75°c.
Uppskriftirnar fyrir þessa viku er í boði