Vikumatseðill 8. – 15. september – Hvað er í matinn á þínu heimili?

Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.

Hér er matseðill fyrir þessa viku:

Mánudagur

Æðisleg vorsúpa súpa úr tómötum og egg ofan á – Mjög fljótleg

Fyrir  4-6

Efni:supa-600x400

3 matsk. ólívuolía
1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
1 matsk. karrí
1 tsk. cumin
1 tsk. chilí (meira eða minna eftir smekk)
6 bollar nýir tómatar, skornir
4-6 egg
Sýrður rjómi
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Látið laukinn, salt og ólívuolíuna í pott og látið krauma í u.þ.b. 10 mín.  Hreyfið til öðru hverju.
  2. Bætið karrí, cumin og chilí út í og hrærið. Hellið tómötum og sex bollum af vatni út í og látið krauma í 12-15mín. Setjið þá í blandara og látið hann mauka. Bætið salti og pipar út í að smekk.
  3. Meðan súpan er að soðna látið þá suðuna koma upp á vatni í pönnu og brjótið eggin varlega út í. ( Best er að brjóta eggin í skál og renna þeim út í hægt sjóðandi vatnið einu í einu!) Það er ágætt að forma hvíturnar í vatninu svo að eggið verði kringlótt. Sjóðið eggin í 3-5 mín. Takið þau úr vatninu með götóttum spaða.
  4. Nú er súpunni ausið í skálar, smásletta af sýrðum rjóma og eitt egg sett í hverja skál.
Þriðjudagur

Hrikalega fljótlegur og góður fiskréttur

Hráefni:P1014929-600x400

Cirka 800 grömm ýsa
Hrísgrjón
1/2 laukur
1 rauð paprikka
Sveppir
Broccoli
Karrý
Salt
Pipar
Smá hvítlaukssmjör
Rifinn ostur

Aðferð:

Ýsan sett í eldfast mót og örlitlu af salti og pipar stráð yfir. Sjóðið hrísgrjón og broccolí í léttsöltu vatni, kælið og setjið ofan á fiskinn. Látið lauk, sveppi og papriku malla í örlitlu hvítlaukssmjöri. Hellið því svo yfir hrísgrjónin og stráið rifnum osti yfir. Bakið við 180 – 200 gráður í 20 mínútur.

Borið fram með fullt af salati!

Miðvikudagur

Grænmetislasagna með ostrusósu, engifer og kókos img_7973-600x400

3 msk. olía
1 kg blandað grænmeti, skorið í bita t.d. laukur, paprika, blómkál, spergilkál, baunir, kúrbítur, gulrætur, sætar kartöflur eða hvað sem hver vill
lasagneblöð
rifinn ostur
kókosflögur

Ostrusósa

4 dl ostrusósa (oyster sauce)
½ dl tómatssósa
½ dl sætt sinnep
2 msk. balsamik edik
2 msk. hunang
1 msk. paprikuduft
½ msk karrí
1 tsk. rósapipar
2 msk. rifið engifer
5 hvítlauksgeirar
½ chili aldin

Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað vel.

Kókossósa

300 ml kókosmjólk
2 hvítlauksgeirar
2 tsk. múskat
salt
pipar
sósujafnari

Setjið allt nema sósujafnara í pott og hleypið suðunni upp. Þykkið þá sósuna með sósujafnara.
Ofn hitaður í 200 gráður. Steikið grænmetið í olíu á pönnu í ca. 2 mín. Hellið ostrusósunni á pönnuna og látið krauma í aðrar 2 mín. Leggið lasagneblöð í botnin á eldföstu móti. Setjið þunnt lag af kókossósunni yfir lasagneblöðin og dreifið hluta af grænmetinu yfir kókossósuna. Leggið lasagneblöð yfir grænmetið og endurtakið þannig að það verði 3-4 lög af grænmeti. Dreifið rifnum osti yfir. Bakið við 200°C í 20 mín. Þegar 5 mín. eru eftir af eldunartímanum er rétturinn tekinn út og kókosflögum dreift yfir, svo aftur inn í ofninn restina af tímanum. Borið fram með góðu brauði.

Fimmtudagur

Nautakjöt með hrísgrjónum BeefRice-600x400

Fyrir  4

Það tekur nokkrar mínútur að laga þennan mat- alveg frábært þegar maður kemur seint heim og tíminn er lítill!  Meðan hrísgrjónin eru að sjóða er ráð að hleypa upp á frosnum maís og grænum baunum- ef maður vill.

Efni:
1 matsk. olía
2 saxaðir vorlaukar
3/4 bolli smátt skorið nautakjöt (afgangur af steikinni!)
2 bollar soðin hvít grjón

2 þeytt egg
2 matsk. soja sósa
1 tesk. sesame olía

Aðferð:
1. Hitið olíuna í pönnu yfir meðalhita. Látið laukinn út í og eldið smástund. Bætið kjöti og grjónum út í og blandið vel.

2. Dragið það sem er á pönnunni yfir á annan helming hennar og hellið eggjunum á hinn helminginn, látið hlaupa. Þá er „eggjakakan“ hrærð svo hún fari í bita.  .

3. Öllu á pönnunni blandað saman, soja sósu hellt yfir ásamt sesame olíunni og borið fram.

Föstudagur

Frönsk pítapita-576x400

Fyrir  4

Ef maður er mjög svangur er alveg hægt að tvöfalda magnið!

Efni
2 pítur
Ólívumauk eftir smekk
1 bolli smátt skorinn kjúklingur
1/2 bolli smátt skorið kál
4 sneiðar af mozzarella osti (úr stórri kúlu)

Aðferð:
1. Skerið píturnar í tvennt og smyrjið ólívumaukinu inn í þær.

2. Skiptið öðru efni sem talið var í fernt og látið hvern hlut í pítuhelming. Berið fram með góðu grænu salati.

Laugardagur

Taco pítsa – Frá Gulur,Rauður,GrænnogSaltpizzafdafvdafv

1 tilbúinn pítsabotn
300 g nautahakk
1 bréf taco krydd
salsa sósa að eigin vali
1-2 tómatar, skornir í litla teninga
svartar ólífur, skornar í þunnar sneiðar (má sleppa)
mozzarellaostur, rifinn

Meðlæti
nachos
iceberg kál, saxað
sýrður rjómi

  1. Látið olíu á pönnu og steikið nautahakkið. Bætið taco kryddinu saman við ásamt 2 dl af vatni. Látið malla þar til vökvinn er að mestu gufaður upp.
  2. Fletið út pítsadeigið og setjið salsasósu á botninn.  Látið síðan nautahakk yfir salsasósuna, síðan tómata, ólífur og rifinn ost.
  3. Bakið í ofni við 200°c í um 30 mínútur.
  4. Berið fram með káli, sýrðum rjóma og nachosflögum.
Sunnudagur

Grillaður kjúklingur með pestó og sítrónu – UppskriftScreen-Shot-2013-06-26-at-6.51.46-PM-600x400

Efni

2 kjúklingabringur
2 matsk.  pesto
2 tesk. sítrónusafi
1 tesk. sítrónubörkur (rifinn)
1 matsk. ólívuolía
1 bolli kúskús
1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

Aðferð

1.         Blandið saman í skál pestó, sítrónusafa og sítrónuberki. Smyrjið blöndunni á kjúklinginn.

2.         Hitið ólívuolíuna á grillpönnu, steikið kjötið 5-6 mín. á hvorri hlið eða þar til það er gegnsteikt.

3.         Sjóðið kúskús (og farið eftir fyrirmælum á pakka). Látið kúskúsið í skál þegar það er soðið og setjið tómatana út í.

4.         Berið kjúkling og kúskús fram og njótið vel!

SHARE