Vikumatseðill – Einfalt og ljúffengt

Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.

Hér er matseðill fyrir þessa viku:

Mánudagur

Heimagerður grjónagrautur og flatkökur með hangikjöti.

Aðferð

Setur um bolla af Tilda long grain rice í pott, setur svo vatn yfir svo það sé aðeins yfir grjónin, sýður niður en það tekur nokkrar mínútur og hræra stanslaust í. Bæta aðeins meir en 1L mjólk við. Salta. Það þarf slatta af salti í allan mat, smakkð ykkur óhrædd til við saltið.. Hræra stanslaust. Þegar grauturinn er farinn að þykkna er sett klípa af smjöri eða sletta af rjóma. Bætt mjólk við ef finnst grauturinn of þykkur. 2-3 tsk vanillusykur

Borin fram með kanilsykri og mjólk og borðað með flatkökum með hangikjöti

Ef afgangur er af grautnum getur verið sniðugt að henda í brauð..

Borgarbrauð

500gr hveiti
1 tsk salt
3 1/2 – 4 dl mjólk
6 tsk lyftiduft
1 msk sykur
2 msk grjónagrautur

Allt hnoðað saman í hrærivel þar til ur er komið brauðdeig.
Penslað með mjólk. Bakað við 200 gráður í ca 35 mínútur.. Eða þar til grillpinni kemur hreinn út.

Þriðjudagur

Hvítlauksbuff með tómötum og osti með sætkartöflumús

Um 300gr nautahakk
2 hvítlauksgeirar
1/2 gul paprika
1/2 rauð paprika
1 lítill laukur
1 egg
Sletta af mjólk ef þarf
Krydd.. T.d. Italian seasoning, sakt, pipar og hamburger krydd fra mc cormick
Ostsneiðar
Nokkrar tómatsneiðar
Allt grænmeti skorið vandlega niður, allt sett saman í skál og hnoðað saman og búið til buff.
Buffin sett á pönnu ásamt klípu af smjöri og smá ólífuolíu. Steikt þar til tilbuið, þurfa nokkrar mínútur á hvorri hlið. Tómatar settir ofan á hvert buff fyrir sig, ostsneið þar ofan á. Þar næst er álpappír settur yfir pönnuna til að leyfa ostinum að bráðna. Borið fram með sætkartöflu mús

Sætkartöflumús

Ca 800 gr sætar kartöflur
3 msk smjör
Salt og pipar
Smá sletta mjólk
Sletta sykur

Kartöflur afhýddar og soðnar í bitum því næst eru þær stappaðar með restinni af hráefnunum í pottinum.

Miðvikudagur

Kjúklingur í parmesanbrauðraspi með sætkartöflugratíni og kaldri hvítlaukssósu

Kjúklingabringur/lundir
Ca 2 Handfylli brauðteningar með hvítlauk
Ca 2 handfylli Cornflex
Rifin parmesan ostur, um hálfan ost
Italian salatdressing
Piripiri krydd
Gott kjúklingakrydd
Chili explosion
Kjúklingurinn er settur ásamt ca 3/4 af salatdressingunni í eldfast mót eða ziplock poka og geymdur inní kæli .
parmesan ostinum, cornflexinu og brauðteningarnir eru mulin í mylsnu með töfrasprota, kryddi bætt við og blandað vel saman. Þegar kjúklingurinn er buin að marinerast í klukkutíma er honum velt uppúr raspinu, steikt til að loka á pönnu og inní ofn í um 20 mínútur.

Sætkartöflugratín

Ein sæt kartafla
Piparostur
Matreiðslurjómi
Rifin mozzarella
Salt og pipar

Piparostur er bræddur í potti ásamt matreiðslurjóma.
Kartaflan er afhýdd og soðin í um 20 mínútur, þá er hún skorin í teninga og sett útí ostasósuna, (annar möguleiki að skera kartöfluna strax í teninga og þarf þar af leiðandi styttri eldunartíma) saltað og piprað og rifnum mozzarella er dreift yfir. Sett inní ofn þar til osturinn er bráðinn.

Fimmtudagur

Kjúklingasalatvika6

Afgangs kjúklingur síðan í gær
Spínat og klettasalat
Konfekt tómatar
Rauðlaukur
Brauðteningar með hvítlauk
(Doritos)
1 pk beikon
Fetaostur og ca 3 tsk olía úr fetaostinum
SjávarSalt & pipar og alveg vel af því!
Parmesan ostur- rifin
Italian salatdressing og balsamikedik
Ristaðar Furuhnetur

Hvítlaukssósa

1 askja 18% sýrður rjómi
2- 3 hvitlauksrif (fer eftir stærð)
1/2 tsk aromat
Tsk sakt
1/2 tsk hvítur pipar

Föstudagur

Rucola pizzavika5

Pizzudeig
1 msk ger
2 dl volgt vatn
1-2 msk olía
1 tsk salt
5 dl hveiti
Hnoðað í um 5 mínútur og leyft að lyfta sér í klst.
– það er líka hægt að fá góð deig hjá öllum helstu pizzastöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Ofan á er gott að setja það sem er til í ísskápnum hverju sinni og muna að skera hráefnin í minni bita og byrja grunnin á sósu, hvítlauk og rifnum osti en góð álegg eru t.d. Rifin mozzarella Pepperoni,skinka, jalapeno, nautahakk (afgangur-voru bara notuð 300gr í buffinu) rauðlaukur, jafnvel tómatar, hvítlaukur, klettasalat, rjómaostur, svartur pipar og oregano.

Pizzasósa

1 dós tómatpúrra
2-3 msk vatn
Msk oregano
Msk timjan
Msk basillika
Msk marjoram
1-2 tsk sykur

Allt sett saman í pott og soðið við miðlungshita og kælt.

Laugardagur

Lasagne með pylsuhvítlauksbrauði

500 gr nautahakk
1 dós Heinz tómatpúrra
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dl vatn og nautateningur
Rauð paprika
4 hvítlauksrif
1 Rauðlaukur
4 gulrætur
1 grænt chilli
Lítil dós kotasæla
Gratín ostur
Jamie oliver lasagne plötu eða ferskar
Italian seasoning (oregano, basilikka,timjan)
Hamburger seasoning fra mccormick
Salt og pipa

Hakk brúnað á pönnu, grænmeti er skorið niður í litla bita, gulrætur, paprika chilli bætt útí og leyft að steikjast með, því næst er hvítlauk og rauðlauk hent útí. Vatn, nautateningur, Tómatpúrran og tómötunum bætt við. Leyft að malla smá þar til vatnið hefur gufað upp.

Lasagna plötur settar í botninn á eldföstu móti því næst kjötsósan og kotasæla yfir hana, endurtekið, toppað með rifnum osti. Best að nota hringlaga, djúpt mót. Eldað við 170-180 gráður í um 20 mínútur.

Pylsuhvítlauksbrauð með pepperoni

Pylsubrauð skorin langsum og svo til helminga
1 Askja hvítlaukssmjör – bráðið
Pepperoni skorin til helminga
1/2 rauð paprika skorin langsum
Rifin Cheddar ostur


Sunnudagur

Piparsteik með bakaðri kartöflu, Maís, hrásalati og Bernaise sósu

vika2

Flottar nautasteikur eru fáanlegar í öllum helstu kjötbúðum og stórmörkuðum landsins, t.d eru fínar steikur sem hægt er að fá í Krónunni á góðu verði. Gott er að leyfa kjötinu að vera við stofu hita þegar byrjað er að krydda það. Ólífuolia nuddað inn í kjötið ásamt grófu salti. Svartur pipar malaður í skál og nuddaður á allar hliðar kjötsins. Steikt uppúr smjöri og ólífuolíu. Maís-inn Er soðin samkvæmt leiðbeiningum og borin fram með smjöri og salti.

Bernaise sósa
5 eggjarauður stífþeyttar
300 gr smjör
2-3 tsk estragon
1/2 tsk hunangsdijon
1/2 tsk fljótandi nautakraftur
Sletta Bernaisee essene
Salt og pipar

Bræðið smjör í potti á lágum hita
Og stífþeytið eggjarauðurnar. Hellið smjörinu í mjórri bunu og hrærið í eggjablöndunni á meðan. Bætið við öðrum hraefnum og hrærið stanslaust í, á meðan. Má ekki upphita.

 

SHARE