Vikumatseðill – Hvað eigum við að borða?

Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.

Hér er matseðill fyrir þessa viku:

Mánudagur

Langa með sætkartöflufrönskum og kaldri hvítlaukssósu

1 askja sýrður rjómi (10%)
1 msk hunangs dijon
2 handfylli graslauk
2-3 hvítlauksgeirar- pressaðir
1 tsk paprikuduft
½-1 tsk aromat

Langa nudduð með smá ólífuoliu og krydduð með möluðu sjávarsalti og svörtum pipar. Eldfast mót smurt með ólífuolíu og fisknum raðað í mótið. Í skál er sýrðum rjóma, hunangs dijon, papriku kryddi, aromat, hvítlauk og graslauk blandað saman og er blandan smurð yfir fiskinn. Rifin parmesan og mozzarella dreift yfir að lokum. Eldað við 180 gráður í 25 mínútur

Gott með t.d sætkartöflufrönskum & kaldri hvítlaukssósu

Hvítlaukssósa

1 askja sýrður rjómi
3 hvítlauksgeirar
Smá olífuolía/hunang
1 tsk Salt og (hvítur) pipar
½ tsk aromat
⅓ tsk sykur

Þriðjudagur

Nautasteikarloka með hvítlauksristuðum sveppum og beikoni með frönskum, kokteilsósu og hrásalati 

Ef afgangur var af nautakjöti frá því á sunnudaginn er fínt að nýta afgangana í að gera góða Nautasteikarloku.

Ef það var afgangur af bernaisesósu nú er náttúrulega best að nota hana annars eru góðar Bernaise sósur fáanlegar allstaðar- mér finnst best að nota heita sósur.

Nautakjöt- skorið í strimla. Samlokuostur/smá rifin cheddar

Baguette brauð
Bernaisé sósa
Beikon
2-3 Hvítlauksgeirar
Sveppir
Laukhringir
Kál blað
Rauð paprika

Sveppir eru steiktir á pönnu ásamt smjöri. Þegar þeir hafa brúnast er hvítlaukurinn steiktur með. Beikon steikt.

Laukhringir eru djúpsteiktir í pott með olíu- ath að ekki þarf að nota mikla olíu aðeins nóg til að þekja laukhringana. Olía er hituð í nokkrar mínútur og laukhringir settir úti pottinn. Þeir þurfa um 3 mínútna steikingu.

Baguette brauð er ristað í ofni ef það var keypt frosið, samkvæmt leiðbeiningum.

Bernaise sósa sett í grunninn, kál blað, nautakjötstrimlar og ostur ristað í ofni þar til volgt og stökkt. Gott að krydda með italian seasoning eða oregano.

Þar næst er raðað á samlokuna; hvítlauksristuðum sveppum, fullt af beikoni, laukhringjum og rauðri papriku og meiri Bernaise sósu.

Borið fram með frönskum, kokteilsósu og hrásalati.

Miðvikudagur

Piri- piri kjúklingur með túrmerik hrísgrjónum og feta garðsalati og hvítlauks jógúrtsósu

Poki Úrbeinuð kjuklingalæri frá Rose paultry

Fyrir piri piri mareninguna:

Um 2 dl ólífuolía
Piripiri kryddolía frá Pottagöldrum
Slatti Eðal kjúklingakrydd frá Pottagöldrumphoto3[7]
2-3 tsk Töfrakrydd frá Pottagöldrum
½ tsk reykt paprika
½ rautt chilli
½ grænt chilli
(Ef þú vilt mildari rétt myndi ég sleppa chilli-unum)
3 pressuð hvítlauksrif
Safi úr ½ Lime

Allt sett í skál ásamt kjúklingnum og leyft að marenerast eins lengi og tíminn leyfir en í a.m.k. 15-20 mínútur

Hrísgrjón soðin í potti með smá salti og olíu. Krydduð að loknum suðutíma með 1½ tsk af Túrmerik

Kjúklingur ásamt mareneringunni steiktur á (wok) pönnu og leyft að malla á hæðsta styrk í um 20 mínútur, hreyft við þessu við og við. Skellt í eldfast mót og sett inní ofn við grill stillingu þar til kjúklingurinn hefur fengið smá grill skorpu eða í um 5-8 mínútur

Borið fram með Túrmerik hrísgrjónum garðsalati með fetaost og jógúrt hvítlaukssósu

Garðsalat
Olía úr fetaostinum og fetaostur
Salt & pipar

Fimmtudagur

Spaghetti ,,bolognese” með fersku salati og hvítlauksbrauði

500 gr nautahakk
1 dós Heinz tómatpúrraphoto1[26]
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dl vatn og nautateningur
Rauð paprika
3 hvítlauksrif
1 Rauðlaukur
4 gulrætur
1 grænt chilli
Paprikukrydd
Chillikrydd
Italian seasoning (oregano, basilikka,timjan)
Hamburger seasoning fra mccormick
Salt og pipar

Hakk brúnað á pönnu, grænmeti er skorið niður í litla bita, gulrætur, paprika chilli bætt útí og leyft að steikjast með, því næst er hvítlauk og rauðlauk hent útí. Vatn, nautateningur, Tómatpúrran og tómötunum bætt við. Leyft að malla smá þar til vatnið hefur gufað upp.

Borið fram með rifnum parmesan osti, fersku salati og hvítlauksbrauði

Þegar hvítlauksbrauð eru bökuð í ofni verða þau stökk og finnst mörgum það gott en með hakk réttum sem þessum finnst mér best að hafa brauðið mjúkt og er þá smá hveiti nuddað á brauðið og sett í álpappir fyrir bökun.

Ferskt salat er ómissandi með kjötsósunni og finnst mér ljóst salat henta best eins og til dæmis Garðsalat.

Poki Garðsalat
Gúrka
Rauð Paprika
Rauðlaukur
Fetaostur og um 3 tsk olía
Salt og pipar

Föstudagur

Ostapasta með spínati. hvítlauk, beikoni

 
5-7 stk Ali Skinkusneiðar
Hálft bréf Beikon
1 msk Rjómaostur
½ Piparosturphoto2[27]
½ Blaðlaukur
½ poki ristaðar Valhnetur
⅓ rautt Chill
½ rauð paprika
2 handfylli Spínat
3 Hvítlauksgeirar
½ askja Sveppir
Matreiðslurjómi

Valhnetur ristaðar a pönnu og teknar frá, Sveppir steiktir með smjöri og hvítlauknum bætt við þegar sveppir fara að brúnast blaðlauk bætt við, chilli og paprika – sett í skál. Matreiðslurjómi settur útá pönnuna ásamt rjóma og piparostinum og leyft að bráðna. Spínat bætt við og leyft að blandast vel við sósuna. Kjúklingakrafti bætt við ásamt góðum kryddum; t.d. gott ítalskt pasta krydd sítrónupipar, salti og svörtum pipar. Gott að strá parmesan osti yfir.

Salat

Spínat
Rucola
Gúrka
Rauð paprika
Rauðlaukur
Konfekttómatar
Fetaostur + olía
(Mulið Doritos)
Brauð tengingar
Salt & pipar

Hvítlauksbrauð með pepperoni og rifnum Cheddar yfir er eitthvað sem ég mæli með, með þessum pasta rétt.

Laugardagur

Svínakótellettur í parmesanbrauðraspi með jólamarineringu ásamt bakaðri kartöflu með smjöri og gulum baunum. 

Svínakótelettur eru pennslaðar með blöndu:

Tómatsósa
Góð BBQ sósu
Púðursykur
Hunangs Dijon sinnepi

Velt uppúr slegnu eggi og parmesanbrauðraspi

Parmesanbrauðrasp
Ca 2 Handfylli brauðteningar með hvítlauk
Ca 2 handfylli Cornflex
Rifin parmesan ostur, um hálfan ost
Piripiri krydd
Eðal kjúklingakrydd – mest af því
Chili explosion
Unnið í matvinnsluvél eða með töfrasprota

Gott með sveppasósu en þá skipta soðinu út fyrir svínakjötkraft.

Steikt á pönnu með smjöri og olíu til að loka kjötinu og þá stungið inní ofn.

Sunnudagur

Hefðbundinn kjúklingur með hrísgrjónum, gulum baunum og sveppasósu 

Krydd skiptir sköpum í matargerð og þá er kjúklingur þar ekki undanskilin og er gaman að prófa sig áfram í kryddinu, hvort sem þau eru fersk eða þurrkuð.

Ég ætla að gefa hér uppskrift af hefðbundinni kryddblöndu en sniðugt er að rífa niður afgangs kjöt og sjóða beinin niður um kvöldið fyrir súpu daginn eftir.

Heill kjúklingur 

Krydd til dæmis Paprikukrydd, PiriPiri krydd, hvítlauks pipar, sítrónupipar, Gott kjúklingakrydd, chilli krydd, oregano og salt & svartur pipar blandað saman í skál – ath að það þarf slatta af kryddunum til að þekja kjúklinginn.

Olífuolíu er nuddað á kjúklinginn og kryddunum borin á hann. Settur í lokað fat og eldaður við ca. 190-200 gráður í 40 mínútur. Þar næst er lokið fjarlægt og glasi af vatni hellt í hliðina (ekki yfir kjúklinginn) fyrir soð. Leyft að eldast í um 20 mínútur til viðbótar.

Einföld og góð Sveppasósa

Nokkrir Sveppir skornir og steiktir á pönnu með smjöri. Kryddaðir með paprikudufti og aromat.

Um 1 dl Kjúklingasoð
2 msk sveppasmurostur
Matreiðslurjómi
Sósu jafnari og þykkjari
Smá salt
Pipar
Sletta Sítrónusafa
Gular baunir- frostnar í poka
2 msk smjör
Salt

Sett í pott í nokkrar mínútur

 

Vikan 17. – 24. mars

 

 

SHARE