Vildarklúbbur fyrir kynlífstæki?

Við höfum áður fjallað um kynlífstækjaverslunina Hermosa.is sem var stofnuð fyrir tilviljun þegar eigendur hennar sáu háa álagningu á kynlífstækjum hérlendis.

„Við höldum í gildin okkar að hafa lága álagningu og einfalda vefsíðu í þeim nýjungum sem að við höfum gert árið 2019. Við breyttum vefsíðunni okkar lítillega til að einfalda kaupferlið enn frekar, gera afhendingarmáta, skilafrest og þess háttar auðsýnilegra o.fl þess háttar. Þá höfum við bætt við nýjum vörum eins og fallega Fifty Shades Freed safninu en stærsta nýjungin hjá okkur er Unaðsklúbbur Hermosa,“ segir Kristín Björg Hrólfsdóttir

Hvað er unaðsklúbbur Hermosa?

„Þetta er í raun vildarklúbbur. Við sáum að með vildarklúbbi gætum við minnkað auglýsingakostnað og skilað þeirri hagræðingu beint til neytandans, því meira sem vildarklúbburinn er nýttur því einfaldara er fyrir okkur að hafa litla álagningu,“ segir Kristín.

„Viðskiptavinir safna punktum við kaup, þegar þeir skrá sig, líka við síðuna okkar o.fl. og fá þannig afslætti eða fríar vörur. Enn fremur geta meðlimir sent vini link þar sem að vinurinn fær afslátt og meðlimurinn fær punkta. Allt þetta hjálpar okkur að spara markaðssetningu og við viljum skila því til okkar viðskiptavina,“ segir Kristín jafnframt.

Auk hefðbundinna vildarpunkta fá meðlimir meðal annars lengri skilafrest og afslætti á afmælisdaginn sé hann skráður inn. Hægt er að sjá meira og skrá sig í Unaðsklúbb Hermosa hér.

SHARE