Vilja að Blac Chyna sanni að Rob sé faðir barnsins

Kris Jenner (60) virðist staðráðin í því að láta Blac Chyna(28) sanna að Rob Kardashian (29) sé faðir barnsins sem hún gengur með undir belti.  Blac Chyna hikar þó ekki við að standa uppi í hárinu á tengdamóður sinni heldur segir hún að ef hún eigi að sanna það, þá eigi Kris að sanna það að Khloe sé ekki dóttir O.J. Simpson eins og oft hefur verið haldið fram.

Sjá einnig: Blac Chyna sýnir óléttubumbuna

Heimildarmaður HollywoodLife segir: „Það er fáránlegt að gefa það í skyn að Blac hafi haldið framhjá Rob og orðið ófrísk. Það er mjög særandi og Blac á bágt með að trúa því að Kris, eða nokkur annar í fjölskyldunni geti haldið þessu fram.“

Sjá einnig: Eru Blac og Kim orðnar perluvinkonur?

Blac hefur sagt að hún skuli alveg fara í þetta próf ef þau séu tilbúin að gera það sama og sýna fram á að Khloe sé ekki dóttir O.J. „Hún er mjög reið yfir þessu og sár að þau skuli virkilega halda að hún hafi haldið framhjá Rob,“ segir þessi heimildarmaður.

 

 

SHARE