Vilja búa hjá pabba sínum

Angelina Jolie vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að fá fullt forræði yfir börnum sínum og Brad Pitt. Það sem gerir þetta allt saman enn flóknara er að tvö af börnum þeirra, Pax og Shiloh, hafa beðið um að fá að búa hjá pabba

„Nýlega sögðu Pax og Shiloh við móður sína að þau vildu helst búa hjá pabba sínum,“ sagði heimildarmaður OK! magazine. „Þau eru tengd báðum foreldrum sínum sterkum böndum en eru tilfinningalega tengdari pabba sínum, Brad. Ef börnunum er alvara þá getur hún ekki unnið forræðið af honum. Það er ekki hægt að bera því við að þetta sé börnunum fyrir bestu.“

Sjá einnig: Brad Pitt er í rusli eftir skilnaðinn

Eins og er búa öll börnin með Angelina í leiguíbúð á Malibu en hún er með fullt forræði tímabundið. Hún vill fá varanlegt forræði yfir börnunum en hún hefur haldið því fram að Brad hafi beitt andlegu og tilfinningalegu ofbeldi.

 

 

 

 

SHARE