Eiginmaður söngkonunnar Celine Dion, hinn 73 ára gamli René Angélil, berst við illvígt krabbamein í hálsi. Celine sneri nýlega aftur til vinnu eftir árshlé sem hún tók til þess að annast eiginmann sinn. Í nýlegu viðtali við USA Today segir Celine frá því að það sé mjög erfitt fyrir René að hafa ekki lengur óskipta athygli hennar en hún sinnir nú tónleikahaldi í Las Vegas.

Sjá einnig: Celine brotnar niður í sjónvarpi: „Ég mata René gegnum slöngu þrisvar á dag“

Honum finnst skelfilega erfitt þegar ég er ekki hjá honum. En þetta er það sem hann vill. Hann vill að ég haldi áfram að syngja, haldi áfram að fara í viðtöl og haldi áfram að sinna ferli mínum. Ég vildi ekki gera þetta, ég þarf ekkert á þessu að halda. Ekki misskilja mig, ég elska að syngja fyrir fólk en ég hef mína forgangsröð eins og aðrir. Allt síðasta ár einkenndist af sorg og þetta er hans gjöf til mín – ég ætla þess vegna að halda áfram, eins og er.

2BA27F7600000578-3209396-Recording_studio_The_duo_interviewed_together_in_2013_for_a_Kati-m-130_1440449289782

Eins segir stórsöngkonan frá því að eiginmaður hennar hafi lagt fram sína hinstu ósk. En René vill fá að deyja í örmum eiginkonu sinnar.

Ég sagði bara: ,,Allt í lagi. Ég verð hjá þér. Þú mátt deyja í örmum mínum.” Mitt helsta hlutverk núna er að sýna og segja eiginmanni mínum að það verði allt í lagi með mig og börnin. Ég passa upp á það. Hann fær það hlutverk að fylgjast með okkur frá öðrum og betri stað.

René og Celine eiga þrjú börn saman og hafa verið gift frá árinu 1994.

SHARE