Vill ekki að Miley daðri við manninn sinn

Miley Cyrus er nýjasti þjálfarinn í þáttunum The Voice og er þar við hlið Blake Shelton og félaga. Kærasta Blake, Gwen Stefani, er ekki hress með það að Miley sé farin að starfa við hlið hennar manns.

 

Sjá einnig: Gwen Stefani og Blake Shelton taka ástríðufullan dúett

Heimildarmaður HollywoodLife sagði:

„Blake er vinalegur við alla og Gwen vill vera viss um að Miley misskilji vinahót hans ekki sem eitthvað annað. Hún vill vera viss um að Miley haldi sig frá Blake og sé ekki að daðra við hann.“ Miley er þekkt fyrir að vera frekar mikill daðrari en svo virðist sem hún sé yfir sig ástfangin af Liam Hemsworth þessa dagana, svo kannski eru þessar áhyggjur Gwen óþarfar.

 

SHARE