Victoria Beckham er stolt af börnum sínum en henni líkar ekkert sérstaklega vel við það að elsti sonur hennar sé kallaður „sexý“. Brooklyn Beckham er tvítugur og kemur fram í People’s 2019 Sexiest Man Alive, en þar eru gerðir listar yfir „kynþokkafyllstu stjörnur“ hvers aldurshóps fyrir sig.

Sjá einnig: Victoria Beckham réði hættulega grannar fyrirsætur í vinnu

Victoria var gestur Ellen DeGeneres nýverið og þá spurði Ellen hana um þennan titil Brooklyn. Victoria svaraði: „Ég er ekki viss um að mig langi að vita þetta. Ég er ekki viss um að ég ÞURFI að vita þetta.“ Ellen spurði hana líka út í „fótinn upp í loftið“ þemað sem Victoria hefur verið með á Instagram-inu sínu.

SHARE