Viltu koma á date?

Ég velti því fyrir mér hvort þessi spurning sé yfirhöfuð til á íslenskri tungu.

Nýlega fór ég að kynna mér íslenska stefnumótamarkaðinn og ég get með sanni sagt að ég veit ekki hvar þetta byrjar eða hvert á að leita. Þegar maður spyr fólk sem hefur verið lengi á lausu virðast allir benda á internetið, því það virðist vera staðurinn til að hitta fólk.

Að fara niður í bæ um helgar er eins og dýragarður. Það eru svo margar tegundir að það er ómögulegt fyrir þig að skoða þær allar og nær ómögulegt að þekkja þær í sundur.  Hverjir eru að leita að einnar nætur gaman og hverjir eru að leita að öllum pakkanum.
Þegar ég spái í þessu þá virðist niðurstaðan vera sú að Íslendingar eru eins og í svo mörgu öðru, heimsmeistarar í lélegri stefnumótamenningu.

Ástæðan?

Það er erfitt að segja, líklega vegna þess hversu lítil við erum.  Það vill enginn lenda í að bjóða dóttir yfirmannsins út eða frænku besta vinar síns.  Ef þú ferð reglulega að skoða bæjarlífið og hittir einhvern strák þar þá er líklegt að hann verði þar aftur næstu helgi.  Það er því kannski öruggara að fara heim og googla hann aðeins, komast af því hvað hann gerir og hvaða vini þið eigið sameiginlega á Facebook, þannig að loksins þegar þið farið á fyrsta stefnumótið þá veistu allt um hann, því jú þú ert að sjálfsögðu búin að fletta honum upp á Íslendingabók til að vera viss um að þið séuð ekki þremenningar.

Ísland er í raun eina landið sem ég veit um þar sem stefnumótið gengur öfugt fyrir sig.  Þú hittir einhvern í bænum, þið farið heim saman og ef þú stendur þig vel og ert heppin þá labbar þú út með símanúmer, í framhaldi er svo hægt að skoða það hvort þú sért þess virði að fara á stefnumót með.

Ég held að þetta snúist ekkert um að íslenskir karlmenn eða konur séu verri í að fara á stefnumót en aðrar þjóðir, aðstæðurnar sem við búum við eru bara svo allt aðrar en í öðrum löndum og þess vegna höfum við fundið visst öryggi á bak við tölvuskjáinn.

Tökum sénsinn og bjóðum á stefnumót.  Það gerir lífið svo skemmtilegt.

Gerður Arinbjarnar. http://credit-n.ru/zaymyi-next.html http://credit-n.ru/offers-zaim/fastmoney-srochnyi-zaim-na-kartu.html

SHARE