Nú fer að koma að hrekkjavökunni og við Íslendingar erum alltaf að tileinka okkur þann dag meira og meira. Það er svo magnað hversu mikill munur er á búningum karla og kvenna. Það virðist sem það sé hægt að gera hvaða búning sem er, sexý, ef hann er fyrir konur.

Róum okkur samt, ég er ekki að fara að tala um að þetta sé klámvæðing eða eitthvað þannig, ég ætla ekki einu sinni að fara þangað. En ég gæti trúað og núna er ég bara að segja það sem ég held, að margar konur VILJA vera sexý, annars myndi engin kaupa svona búning, ekki satt. Mörgum konum finnst gaman að klæða sig í sexý föt og það er bara gott og blessað! Það er engin sem pínir þær til þess að vera í sexý búning, en ég veit að til dæmis hér á landi fara margar konur í hjálpartækjaverslanir til að versla sér grímubúninga svo það er eitthvað sem segir mér að þær tilteknu konur vilji ekki kaupa sér stóran, heilan bangsabúning.

SHARE