Vínarbrauð þetta gamla góða

Hver man ekki eftir þessu vínarbrauði? Þetta er svo gott og kemur að sjálfsögðu frá Matarlyst.

Hráefni

500 g hveiti
125 g smjör
125 g sykur
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
2 dl vatn
1 egg
2 ½ tsk vanilludropar
Sulta að eigin vali magn eftir smekk.

Aðferð

Setjið öll hráefnin í hrærivélaskálina hnoðið þar til komið er saman.
Skiptið deiginu í þrjá hluta, setjið hveiti á borðplötuna til að deigið festist ekki við hana fletjið út í lengju, smyrjið vel af sultu yfir, brettið svo deigið upp að miðju til að loka sultuna inni hafið samt smá bil á milli ca 1cm.
Leggið vínarbrauðin á bökunnarpappír.
Bakið við 180 gráður og blástur í 15-20 mín fer eftir ofnum þar til gullin.

Kælið áður en glassúr er settur á.

Glassúr

Blandið þá saman flórsykri, bökunarkakó, vanilludropum, vatni eða uppáheltu kaffi.

Vínarbrauðin geymast vel í frysti.
Ég set ekki glassúr á fyrir frost.

SHARE